Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 1 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Vega­fram­kvæmdir á Mýrum og Hólum á Patreks­firði

Á mánu­dags­morgun hefst undir­bún­ingur á Mýrum og Hólum fyrir malbikun og stendur út næstu viku.


Skrifað: 25. ágúst 2023

Við viljum biðja íbúa og aðra sem eru með bifreiðar í götunum að fjarlægja bílana  fyrir mánudagsmorgun eða vera tilbúin til að færa bílana með skömmum fyrirvara. Líkur eru á því að einhver lokun verði á umferð um göturnar næstu tvær vikurnar.  

Strax í kjölfar undirbúnings gatnanna fyrir malbikun kemur malbikunarstöðin, en hún er að vinna verkefni á Ísafirði og Bolungarvík og mætir á svæðið að þeim loknum.  

Eftir að malbikun líkur verður haldið áfram með frágang á því raski sem varð á görðunum við Mýrar og Hóla á vegum sveitarfélagsins í tengslum við lagnavinnu undanfarin tvö ár.  

Gert er ráð fyrir gangstétt þeim megin sem ljósastaurarnir eru nú staðsettir, en gagnstétt er ekki komin í framkvæmdaáætlun sem stendur og verður því ekki kláruð í þessum áfanga 

Miklar framkvæmdir hafa  verið um og í kringum göturnar undanfarin ár og viljum við þakka íbúum fyrir þolinmæðina sem sýnd hefur verið.