Hoppa yfir valmynd

Verk­efna­stjóri - Blámi

Blámi óskar eftir að ráða verk­efna­stjóra á sunn­an­verða Vest­firði. Leitað er að öflugum einstak­lingi til að halda utan um valin verk­efni Bláma, sérstak­lega á sunn­an­verðum Vest­fjörðum. Verk­efna­stjóri vinnur þétt með fram­kvæmda­stjóra Bláma og ber ábyrgð á fram­gangi verk­efna í samræmi við áætlun, fram­kvæmda­stjórn og stjórn. Starfs­stöð verk­efna­stjóra er á Patreks­firði.

Blámi er í eigu Umhverfis -, Orku og Loft­lags­ráðu­neyt­isins, Lands­virkj­unar, Orkubús Vest­fjaða og Vest­fjarða­stofu. Hlut­verk Bláma er að styðja við verð­mæta­sköpun á Vest­fjörðum á grunni orku­skipta og nýtingu á vist­ænum orku­gjöfum.


Skrifað: 28. júní 2024

Helstu verkefni:

  • Verkefnastjórn valinna verkefna Bláma með áherslu á orkunýtingu, orkuskipti og verðmætasköpun
  • Þróa öflugt samstarf við hagsmunaaðila á sunnanverðum Vestfjörðum
  • Aðstoð við að koma verkefnum Bláma á framfæri
  • Mótun og fjármögnun nýrra verkefna á starfssvæði Bláma
  • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi (t.d. verkfræði, tæknifræði, viðskiptafræði o.fl.)
  • Starfsreynsla sem nýtist í starfi
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
  • Reynsla af gerð styrkumsókna í innlenda og erlenda sjóði er kostur
  • Reynsla af verkefnastjórn kostur

Umsóknarfrestur er til og með 6. ágúst 2024

Umsóknir með ítarlegri ferilskrá og kynningarbréfi óskast fylltar út á www.hagvangur.is.

Nánari upplýsingar veitir Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is