Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Verk­efna­stjóri samfé­lags­upp­bygg­ingar

Vest­ur­byggð auglýsir eftir metn­að­ar­fullum og verk­efna­drifnum einstak­lingi í starf verk­efna­stjóra samfé­lags­upp­bygg­ingar. Starfið er fjöl­breytt og felur í sér störf þvert á öll svið sveit­ar­fé­lagsins og náið samstarf með stjórn­endum þess.


Skrifað: 10. febrúar 2023

Meginviðfangsefni starfsins er vinna að stefnumótun, innleiðingu hennar og framkvæmd í sveitarfélaginu. Verkefnin varða m.a. atvinnuþróun og innviðauppbyggingu. Verkefnastjóri vinnur með stjórnendum að framkvæmd ákvarðana bæjarstjórnar. Um er að ræða spennandi framtíðarstarf í skemmtilegu og lifandi starfsumhverfi.

Leitað er eftir einstaklingi með leiðtogahæfni, sem hefur tileinkað sér sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð og býr yfir ríkum og góðum samskiptahæfileikum og þjónustulund.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Rík og góð samskiptahæfni og þjónustulund
 • Reynsla af verkefnastjórnun er æskileg
 • Rík krafa um frumkvæði og framkvæmdagleði
 • Sjálfstæði í störfum og góð skipulagshæfni
 • Jákvæðni og aðlögunarhæfni
 • Góð tölvufærni og þekking á samfélagsmiðlum

Helstu verkefni

 • Vinna með bæjarstjórn og starfsfólki að stefnumörkun sveitarfélagsins
 • Verkefnastjórn uppbyggingarverkefna á sviði framkvæmda
 • Vinna með sveitarfélaginu og hagaðilum að nýsköpun
 • Upplýsingamiðlun og kynningar á verkefnum sveitarfélagsins
 • Samskipti við ýmsa hagaðila þar á meðal atvinnurekendur, íbúa og stjórnvöld
 • Vinna við gerð styrkumsókna

Umsóknarfrestur er til og með 26. febrúar 2023

Vesturbyggð er vaxandi sveitarfélag þar sem jafnrétti, jafnræði og virðing er höfð að leiðarljósi. Starfið getur verið á mismunandi starfstöðvum innan sveitarfélagsins.

Nánari upplýsingar veita Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri, í síma 862 5041 og Gerður B. Sveinsdóttir í síma 892 4247.

Umsóknir berist pósti til vesturbyggd@vesturbyggd.is merkt umsókn um starf verkefnastjóra samfélagsuppbyggingar.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

gerdur@vesturbyggd.is/+354 450 2300