Verkstjóri í áhaldahús á Bíldudal
Vesturbyggð óskar eftir að ráða verkstjóra í áhaldahús Vesturbyggðar á Bíldudal.
Starfið er yfirgripsmikið og felst meðal annars í umsjón og vinnu við ýmsar verklegar framkvæmdir, viðhald á gatnakerfi, eftirlit og viðhald á vatn og fráveitu, samskiptum við íbúa, umhirða á eignum sveitarfélagsins, sér um verkbókhald og samþykkt á reikningum, jafnframt kemur verkstjóri beint að vinnu við fjárhagsáætlun bæjarins. Verkstjóri fer með mannaforráð í áhaldahúsi yfir sumartíma.
Vesturbyggð vinnur að uppsetningu á nýrri slökkvistöð og áhaldahúsi á Bíldudal, verkstjóri mun taka virkan þátt í þeirri vinnu. Verkstjóri áhaldahúss mun sinna hafnarvörslu að hluta á Bíldudalshöfn eftir nánara samkomulagi.
Næsti yfirmaður er sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs.
Menntun og hæfniskröfur
- Vinnuvélaréttindi
- Iðnmenntun er nýtist í starfi kostur
- Vigtarréttindi kostur en viðkomanda verður boðin aðstoð við öflun réttinda
- Reynsla af sambærilegum störfum kostur
- Lipurð í mannlegum samskiptum er mikilvæg svo og sjálfstæð og öguð vinnubrögð
- Tölvukunnátta er nauðsynleg
Umsóknarfrestur er til og með 25. ágúst 2022
Starfshlutfall er 100%. Ráðið verður í starfið sem fyrst.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Geir Gestsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vesturbyggðar í síma 868 0869 eða í tölvupósti geir@vesturbyggd.is
Umsóknir ásamt starfsferilskrá skulu sendar til geir@vesturbyggd.is. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfssins þegar að ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.