Hoppa yfir valmynd

Vígsla á rampi við Skor

Miðviku­daginn 12. júní kl. 12 verður nýr rampur við innganginn í Skor vígður. Öll eru hjart­an­lega velkomin að fagna þessum tíma­mótum.


Skrifað: 6. júní 2024

Rampurinn er unninn í samstarfi við Römpum upp Ísland sem eru komin langleiðina með sitt markmið að byggja 1500 rampa um allt landið og bæta þannig aðgengi fyrir hreyfihömluð svo um munar. Þetta er fyrsti rampurinn sem þau setja upp á Vestfjörðum og er nr. 1200. Alls verða fjórir rampar gerðir í sveitarfélaginu.

Kaffi og kleinur verða á boðstólnum og sögð verða nokkur orð. Þekkingarsetrið Skor er staðsett að Aðalstræti 53 á Patreksfirði, við grunnskólann.

Verkefnastjóri á umhverfis- og framkvæmdasviði

magnusar@vesturbyggd.is/+354 842 5335