Viltu verja sumrinu á Vestfjörðum?
Vestfjarðastofa leitar að nemum með áhuga og þekkingu á skipulagsmálum, umhverfismálum, gagnasöfnun og miðlun gagna.
Störfin sem auglýst eru snúa að kortlagningu og greiningu innviða á Vestfjörðum, söfnun og miðlun gagna því tengt. Jafnframt vinna með gagnasöfn og skráningu á vef.
Skilyrði og forsendur:
- Sumarstörf eru fyrir námsmenn milli anna (þ.e. séu að koma úr námi og séu skráðir í nám að hausti)
- Námsmenn þurfa að vera að lágmarki 20 ára á árinu
- Ráðningartími er 10 vikur á tímabilinu 1. júní – 31. ágúst
Hæfniskröfur:
- Góð tölvu- og tæknifærni
- Hugarfar sköpunar, grósku og nýsköpunar
- Þjónustulund og jákvæðni
- Góð tal- og ritfærni
Umsóknarfrestur er til og með 21. maí 2021
Viðkomandi getur unnið á einhverri af fjórum starfsstöðvum Vestfjarðastofu; Ísafirði, Patreksfirði, Hólmavík eða Þingeyri.
Störfin hljóta stuðning úr átaksverkefni um fjölgun sumarstarfa. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum FOS Vest við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Nánari upplýsingar veitir: Sigríður Ó. Kristjánsdóttir (sirry@vestfirdir.is). Umsókn ásamt ferilskrá skal senda á netfangið sirry@vestfirdir.is merkt: Sumarstarf