Vinna við Strandgötu heldur áfram
Takmarkanir verða á umferð um Strandgötu næstu daga vegna áframhaldandi vinnu.
Skrifað: 6. júní 2024
Vinna hefst aftur við ræsi í Strandgötu en ekki tókst að klára þá framkvæmd fyrir sjómannadagshelgi eins og stefnt var á.
Næstu daga, frá 6.júní fram til mánudagsins 10.júní, verður því í gangi vinna við að klára að setja niður ræsi og mun því þrengja að vinnusvæði, því hefur verið ákveðið að loka götunni, til að tryggja öryggi vegfarenda.
Hjá leið verður um Aðalstræti eftir grænu veglínunni sem sýnd er á mynd hér fyrir neðan.