Vinnuskóli á Bíldudal og Tálknafirði
Vinnuskóli á Bíldudal og Tálknafirði sumarið 2025 hefst miðvikudaginn 4. júní. Skráningar eru nú hafnar og verður tekið við umsóknum til og með föstudagsins 23. maí.
Enn hefur ekki tekist að ráða flokkstjóra á Patreksfirði og því er óvíst hvort vinnuskólinn verði þar í sumar. Umsóknarfrestur hefur verið framlengur til miðvikudagsins 21. maí og má gera ráð fyrir að staðan skýrist betur í kjölfarið.
Skrifað: 14. maí 2025
- 10. bekkur: 8 vikur, 7 klst á dag.
- 9. bekkur: 8 vikur, 7 klst á dag.
- 8. bekkur: 6 vikur, 4 klst á dag.
- 7. bekkur: 4 vikur, 4 klst á dag.
Sótt er um á íbúagátt Vesturbyggðar, en þar má finna skráningareyðublað fyrir vinnuskóla.