Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Yfir­flokks­stjórar hjá vinnu­skóla

Vest­ur­byggð leitar að einstak­lingum til starfa sem yfir­flokk­stjórar hjá vinnu­skóla Vest­urbyggðar sumarið 2024, annars vegar á Patreks­firði og hins vegar á Bíldudal. Um er að ræða 100% sumarstarf sem hentar öllum kynjum. 


Skrifað: 27. mars 2024

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Skipuleggja sumarstarfið í samstarfi við áhaldahús og tómstundafulltrúa
  • Leiðbeina ungmennum
  • Vera í samskiptum við foreldra ungmenna

Hæfniskröfur

  • Samskiptahæfni
  • Jákvæðni
  • Frumkvæði
  • Samviskusemi
  • Skipulagshæfni
  • Stundvísi

Umsóknarfrestur er til og með 10. apríl 2024

Um er að ræða sumarstörf og eru laun og starfskjör í samræmi við kjarasamninga Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum og Samband íslenskra sveitarfélaga. Frekari upplýsingar gefur Hafdís Helga Bjarnadóttir tómstundafulltrúi Vesturbyggðar og tekur hún einnig á móti umsóknum.