Sumarstörf - Flokkstjórar hjá vinnuskólanum á Patreksfirði
Vesturbyggð leitar að einstaklingum til starfa hjá vinnuskólanum á Patreksfirði, sumarið 2025.
Flokkstjórar
Óskað er eftir að ráða einstaklinga sem eiga gott að vinna með öðrum, hafa frumkvæði, eru góðar fyrirmyndir, stundvísir, metnaðarfullir og samviskusamir.
Um er að ræða 100% sumarstarf sem hentar öllum kynjum.
Starf flokkstjóra felst í að vinna með ungmennum og leiðbeina þeim.
Umsóknarfrestur er til og með 21. maí 2025
Um er að ræða sumarstörf og eru laun og starfskjör í samræmi við kjarasamninga Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum og Samband íslenskra sveitarfélaga. Vesturbyggð áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.
Frekari upplýsingar veitir Hafdís Helga Bjarnadóttir, tómstundafulltrúi, og tekur hún einnig á móti umsóknum.