Vefur og miðlar

Sveit­ar­fé­lagið leitast við að eiga góð samsipti við íbúa og gesti þess. Hægt er að hafa samband við ráðhúsið á opnun­ar­tíma þess en einnig fylgjast með starf­semi og tilkynn­ingum hér á vefnum og samfé­lags­miðlum.

Heimasíða Vesturbyggðar

Nýr vefur Vest­ur­byggðar opnaði sumarið 2018. Samtök vefiðn­að­arins, SVEF, veittu vef Vest­ur­byggðar Íslensku vefverð­launin í febrúar 2019. Vefurinn þótti þá bestur nýrra opin­berra vefja og var valinn besti vefur ársins 2018. Í mars 2020 hlaut vefurinn á ný verð­laun SVEF sem besti opin­beri vefur ársins 2019, þá annað árið í röð.

Vefurinn var uppfærður í maí 2024 í tengslum við samein­ingu Tálkna­fjarð­ar­hrepps og Vest­ur­byggðar og þjónar einnig sem talkna­fjordur.is.

Hönnun og forritun: Kolofon
Myndskreyt­ingar: Vera Vois­hvilo
Verk­efna­stjórn og ritstjórn: Greipur Gíslason
Letur: Taz, eftir Lucas de Groot


Samfélagsmiðlar

Sveit­ar­fé­lagið er virkt á samfé­lags­miðlum, einkum Face­book og Insta­gram, til að stuðla að betri dreif­ingu frétta og tilkynn­inga. Hægt er að fylgja Vest­ur­byggð á báðum miðlum.