Vest­ur­byggð

Vest­ur­byggð, í núver­andi mynd, varð til með samein­ingu fyrri Vest­ur­byggðar við Tálkna­fjarð­ar­hrepp sem tók gildi á hvíta­sunnu­degi 19. maí árið 2024.

Fyrrum voru sex hreppar á suður­svæði Vest­fjarða: Barða­stranda­hreppur, Ketildala­hreppur, Patreks­hreppur, Rauðasands­hreppur, Suður­fjarða­hreppur og Tálkna­fjarð­ar­hreppur. Þann 1. júlí árið 1987 voru Ketildala­hreppur og Suður­fjarða­hreppur samein­aðir í Bíldu­dals­hrepp og þann 11. júní 1994 samein­uðust Bíldu­dals­hreppur, Barða­stranda­hreppur, Patreks­hreppur og Rauðasands­hreppur í Vest­ur­byggð. Samein­ing­ar­til­lagan var þá felld í kosn­ingum á Tálkna­firði.

Haustið 2023 var kosið á ný um samein­ingu sveit­ar­fé­laga á sunn­an­verðum Vest­fjörðum og var sameining Tálkna­fjarð­ar­hrepps og Vest­ur­byggðar samþykkt.