Um Vest­ur­byggð

Vest­ur­byggð er sveit­ar­félag á sunn­an­verðum Vest­fjörðum sem saman­stendur af þremur byggða­kjörnum auk dreif­býlis sem mynda saman fjöl­breytt og kraft­mikið samfélag í stór­brotnu umhverfi.

Sveit­ar­fé­lagið varð til í núver­andi mynd þann 19. maí 2024 við samein­ingu Vest­ur­byggðar hinnar fyrri og Tálkna­fjarð­ar­hrepps. Fyrrum voru sex hreppar á suður­svæði Vest­fjarða, það voru Barða­stranda­hreppur, Ketildala­hreppur, Patreks­hreppur, Rauðasands­hreppur, Suður­fjarða­hreppur og Tálkna­fjarð­ar­hreppur. Þann 1. júlí árið 1987 voru Ketildala­hreppur og Suður­fjarða­hreppur samein­aðir í Bíldu­dals­hrepp og þann 11. júlí 1994 samein­uðust Bíldu­dals­hreppur, Barða­stranda­hreppur, Patreks­hreppur og Rauðasands­hreppur í Vest­ur­byggð. Samein­ing­ar­til­lagan var þá felld í kosn­ingum á Tálkna­firði. Haustið 2023 var kosið á ný um samein­ingu og var sameining Tálkna­fjarð­ar­hrepps og Vest­ur­byggðar samþykkt.

Land og náttúra

Vest­ur­byggð teygir sig frá Látra­bjargi í vestri – sem er vest­asti punktur Evrópu – um Rauðasand, Barða­strönd, Patreks­fjörð, Tálkna­fjörð og sunn­an­verðan Arnar­fjörð. Þar eru þrír þétt­býliskjarnar, það er á Patreks­firði, Tálkna­firði og Bíldudal, auk dreif­býlis á Barða­strönd og víðar. Á Patreks­firði bjuggu 756 árið 2024, á Tálkna­firði 234 og á Bíldudal 256.

Svæðið er þekkt fyrir fjöl­breytta og einstaka náttúru, þar sem stór­brotnir klettar, frið­sælir firðir og lítt snortin víðerni mynda bæði fagurt landslag og mikil­vægt búsvæði fyrir fjöl­breytt fuglalíf. Svæðið laðar að sér nátt­úru­unn­endur hvaðanæva að. Af helstu nátt­úruperlum má nefna Látra­bjarg, Rauðasand, Hvestu og Foss í Foss­firði.

Saga og menning

Byggð á svæðinu nær aftur til land­náms­aldar og víða má finna sögu­legar minjar, til að mynda á Hnjóti í Örlygs­höfn, þar sem einnig er Minja­safn Ólafs Egils­sonar sem dregur upp mynd af lífinu eins og það var í sveitum og sjáv­ar­plássum Vest­fjarða. Hrafna-Flóki Vilgerð­arson nam land í Vatns­firði á Barða­strönd, munn­mæli segja að Hrafna-Flóki hafi fyrstur haft vetur­setu á Íslandi í Flókatóftum, rétt utan við bryggjuna á Brjánslæk.

Menn­ing­ar­lífið stendur sterkt, þar má nefna bæjar­há­tíðir á borð við Sjómannadaginn á Patreks­firði, Bíldu­dals grænar baunir og Tálkna­fjör, auk menn­ing­ar­há­tíða eins og Skjald­borg – Hátíð íslenskra heim­ild­ar­mynda, Alþjóð­legu píanó­hátíð Vest­fjarða, Lista­hátíð Samúels í Selárdal og tónlist­ar­há­tíðina Blús milli fjalls og fjöru.

Vest­ur­byggð er rík af söfnum á sýningum, en auk safnsins að Hnjóti má nefna Lista­safn Samúels í Selárdal, Melódíur minn­ing­anna á Bíldudal og sýningu um frönsku fiski­mennina og gamla tímann á Patreks­firði.

Í Vest­ur­byggð starfa þrjú almenn­ings­bóka­söfn og öflugur tónlist­ar­skóli. Auk þess er sveit­ar­fé­lagið virkt í samstarfi við aðra aðila um uppbygg­ingu í menn­ing­ar­málum, svo sem Vest­fjarða­stofu, og veitir sérstaka styrki til menn­ingar- og ferða­mála.

Atvinnulíf

Helstu atvinnu­greinar eru sjáv­ar­út­vegur, fisk­eldi, ferða­þjón­usta og opinber þjón­usta. Bíldu­dalur og Patreks­fjörður eru meðal helstu hafna svæð­isins og þar starfa fyrir­tæki í tengdum greinum. Ferða­þjón­ustan hefur einnig vaxið hratt á síðustu árum og byggir á sérstöðu náttúru, menn­ingar og afskekkts aðdrátt­ar­afls.

Samgöngur hafa ávallt verið áskorun á Vest­fjörðum, en mikil uppbygging hefur átt sér stað undan­farin ár til dæmis með tilkomu Dýra­fjarð­ar­ganga, brúar yfir Þorska­fjörð og uppbygg­ingar Dynj­and­is­heiðar. Enn er þó unnið að því að tryggja öruggar heils­ársteng­ingar milli byggða­laga á sunn­an­verðum Vest­fjörðum.

Samfélag og stjórn­sýsla

Vest­ur­byggð er sveit­ar­félag sem starfar samkvæmt sveit­ar­stjórn­ar­lögum. Megin­markmið sveit­ar­fé­lagsins eru að efla lífs­gæði íbúa, tryggja trausta þjón­ustu og vinna að sjálf­bærri þróun í takt við samfé­lagið og nátt­úruna. Í sveit­ar­fé­laginu eru leik­skólar, grunn­skólar, íþróttamið­stöðvar og sund­laugar, tónlist­ar­skóli, félags­mið­stöðvar, félags­starf eldra fólks, íþrótta­skóli auk annarar þjón­ustu.