Tjald­svæðið á Bíldudal

Nýr Bíldu­dals­skóli rís nú á því svæði sem tjald­svæði Bíldu­dals var áður. Sumarið 2025 verður tjald­svæðið á tveimur stöðum, annars vegar á minna svæði við Byltu og hins vegar á túninu við Skrímsla­setrið.

Tjaldsvæðið við Byltu

Sem áður geta gestir gist á tjald­svæðinu við íþróttamið­stöðina Byltu en svæðið er minna en áður vegna bygg­ingar nýs Bíldu­dals­skóla. Vakin er athygli á mögu­legri hávaðatruflun vegna fram­kvæmda.

Tjaldsvæðið við Byltu

    • Mánudag09:00 – 21:00
    • Þriðjudag09:00 – 21:00
    • Miðvikudag09:00 – 21:00
    • Fimmtudag09:00 – 21:00
    • Föstudag09:00 – 20:00
    • Laugardag09:00 – 15:00
    • Sunnudag09:00 – 15:00
  • Hafnarbraut 15, 465 Bíldudalur
    Sjá á korti


Tjaldsvæðið við Skrímslasetrið

Tjald­svæðið er stað­sett við hliðina á Skrímsla­setrinu. Vest­ur­byggð annast rekstur tjald­svæð­isins. Athygli er vakin á því að salerni Skrímsla­set­ursins er einungis fyrir viðskipta­vini þess, á það einnig við um pall Skrímsla­set­ursins og fremstu bíla­stæðin við setrið. Þá eru gestir beðnir um að sýna því skilning að hávaði getur borist frá viðburðum setursins um helgar. Tjald­svæð­is­gestir geta nýtt sér sturtu­að­stöðu í íþróttamið­stöð­inni Byltu að Hafn­ar­braut 15 gegn fram­vísun kvitt­unar fyrir greiðslu á tjald­svæðinu.

Tjaldsvæðið við Skrímslasetrið

    • Mánudag00:00 – 23:59
    • Þriðjudag00:00 – 23:59
    • Miðvikudag00:00 – 23:59
    • Fimmtudag00:00 – 23:59
    • Föstudag00:00 – 23:59
    • Laugardag00:00 – 23:59
    • Sunnudag00:00 – 23:59
  • Strandgata 7, 465 Bíldudalur
    Sjá á korti


Aðstaða á tjaldsvæðum

AðstaðaPatreksfjörðurTálknafjörðurBíldudalur - ByltaBíldudalur - Skrímslasetur

Borð og stólar innandyra

Nei

Nei

Eldhúsaðstaða

Nei

Nei

Grill

Nei

Nei

Hleðslustöð fyrir rafbíla

Nei

Nei

Leikvöllur

Nei

Rafmagnstenglar

Salerni

Salerni aðgengilegt í hjólastól

Aðeins á opnunartíma sundlaugar

Aðeins á opnunartíma Byltu

Nei

Seyrulosun

Nei

Þvottasnúrur

Nei

Nei

Nei

Sturtur

Nei

Uppvöskunaraðstaða

Útilegukortið

Nei

Nei

Þráðlaust net

Aðeins inni í þjónusturými

Nei

Nei

Þurrkari

Nei

Þvottavél

Nei


Gjaldskrá

Tjaldsvæði
Gistinótt fyrir 18 ára og eldriá mann1.855 kr.
Gistinótt fyrir eldri borgara og öryrkjaá mann1.484 kr.
3 nætur dvölá mann3.888 kr.
4 nætur dvölá mann5.178 kr.
5 nætur dvölá mann6.468 kr.
6 nætur dvölá mann7.764 kr.
Vikudvölá mann9.055 kr.
Rafmagná sólarhring1.594 kr.
Þvottavél og þurrkarihvert skipti1.730 kr.
Á gistinótt bætist við gistináttaskattur eins og hann er hverju sinni.
Tjaldsvæði í Breiðavík
Gistinóttá mann2.400 kr.
Öll þjónusta er innifalin í verðinu:
Sturtur
Þvottavél
Snúrur
Grillaðstaða / kolagrill
Rafmagn
Vatn fyrir húsbíla
Seyrulosun í rör
Fullbúið eldhús
Matsalur með 30 sæti

Bíldudals grænar baunir

Bæjar­há­tíðin Bíldu­dals grænar baunir fer fram helgina 3.-6. júlí 2025. Nánari upplýs­ingar um fyrir­komulag tjald­svæð­anna á Bíldudal þá helgi má nálgast á hlekknum hér til hliðar.