Frístund

Frístund er starf­rækt við grunn­skólana á Patreks­firði, Tálkna­firði og Bíldudal. Þar býðst nemendum í 1.-4.bekk að dvelja frá skóla­lokum til kl 16:00 alla skóla­daga. Boðið er upp á síðdeg­is­hress­ingu í frístund­inni alla daga.

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs

arnheidur@vesturbyggd.is/+354 450 2300

Í frístund­inni una nemendur inni og úti við leik undir umsjón starfs­manns. Allar almennar hegð­unar– og umgengn­is­reglur skól­anna gilda og farið er eftir uppbygg­ing­ar­stefn­unni í agamálum.

Frístundin er opin alla skóla­daga samkvæmt útgefnu skóla­da­ga­tali. Val er um að hafa nemendur í frístund­inni til kl 15:00 eða 16:00 2-5 daga í viku. Nemendur eru sendir heim að frístund lokinni. Frístundin á Patreks­firði er starf­rækt í Patreks­skóla, á Tálkna­firði í Tálkna­fjarð­ar­skóla og á Bíldudal er hún starf­rækt í húsnæði Skrímsla­set­ursins.

Skrá verður nemendur í mánuð í senn en ef dvöl er ekki sagt upp fyrir mánað­armót er gert ráð fyrir áfram­hald­andi dvöl. Nemendur fara í íþrótta­skólann og tónlist­ar­skólann úr frístund­inni. Það hefur ekki áhrif á gjaldið. Greiðslu­seðlar eru sendir út mánað­ar­lega. Systkina­afsláttur er samtengdur milli leik­skóla, daggæslu og frístundar.

Tilkynna þarf til starfs­manns tilfallandi breyt­ingar á dval­ar­tíma, til dæmis ef barnið að fara annað eftir skóla eða vegna veik­inda og leyfa. Skrán­ingu og breyt­ingar á dval­ar­tíma á að tilkynna með tölvu­pósti.

Frístund Bíldudal

  • MánudagLokað
  • ÞriðjudagLokað
  • MiðvikudagLokað
  • FimmtudagLokað
  • FöstudagLokað
  • LaugardagLokað
  • SunnudagLokað
 • Lilja Rut Rúnarsdóttir

 • Strandgata 7
  Sjá á korti

Frístund Patreksfirði

  • MánudagLokað
  • ÞriðjudagLokað
  • MiðvikudagLokað
  • FimmtudagLokað
  • FöstudagLokað
  • LaugardagLokað
  • SunnudagLokað
 • Ásdís Snót Guðmundsdóttir

 • Patreksskóli
  Sjá á korti

Frístund Tálknafirði

  • MánudagLokað
  • ÞriðjudagLokað
  • MiðvikudagLokað
  • FimmtudagLokað
  • FöstudagLokað
  • LaugardagLokað
  • SunnudagLokað
 • Birna Friðbjört S. Hannesdóttir

 • Sveinseyri
  Sjá á korti