Félagsmiðstöðvar í Vesturbyggð
Félagsmiðstöðin Vest End
Þrjár félagsmiðstöðvar eru starfræktar í sveitarfélaginu. Félagsmiðstöðin Vest-End á Patreksfirði er til húsa að Aðalstræti 73 (í sama húsnæði og Káta krullan, gengið inn að aftan), félagsmiðstöðin Dímon á Bíldudal er staðsett á neðri hæð félagsheimilisins Baldurshaga og félagsmiðstöðin Tunglið í Tálknafirði er til húsa í Vindheimum í Lækjargötu. Félagsmiðstöðvastarfið er ætlað unglingum úr 7.-10. bekk en 5.-6. bekkur getur mætt tvisvar í mánuði og á sérstaklega auglýsta viðburði.
Í félagsmiðstöðvunum er starfandi félagsmiðstöðvarráð og sitja þrír unglingar á hverjum tíma. Félagsmiðstöðvarráð hefur það hlutverk að skipuleggja og halda utan um starfsemi félagsmiðstöðvarinnar í samstarfi við forstöðumann.