Félags­mið­stöðvar í Vest­ur­byggð

Félagsmiðstöðin Vest End

Þrjár félags­mið­stöðvar eru starf­ræktar í sveit­ar­fé­laginu. Félags­mið­stöðin Vest-End á Patreks­firði er til húsa að Aðalstræti 73 (í sama húsnæði og Káta krullan, gengið inn að aftan), félags­mið­stöðin Dímon á Bíldudal er stað­sett á neðri hæð félags­heim­il­isins Bald­urs­haga og félags­mið­stöðin Tunglið í Tálkna­firði er til húsa í Vind­heimum í Lækj­ar­götu. Félags­mið­stöðv­a­starfið er ætlað unglingum úr 7.-10. bekk en 5.-6. bekkur getur mætt tvisvar í mánuði og á sérstak­lega auglýsta viðburði.

Í félags­mið­stöðv­unum er starf­andi félags­mið­stöðv­arráð og sitja þrír unglingar á hverjum tíma. Félags­mið­stöðv­arráð hefur það hlut­verk að skipu­leggja og halda utan um starf­semi félags­mið­stöðv­ar­innar í samstarfi við forstöðu­mann.

Starfsáætlun félagsmiðstöðvanna 2022-2023