Hoppa yfir valmynd

Börn verði sótt að skóla loknum

Foreldrar er beðnir um að sækja börnin sín að skóla loknum í dag. Mælst er til að farið verði um Strand­götu en umferð um Aðalstræti verði takmörkuð eins og hægt er meðan hættu­ástand varir, sérstak­lega nálægt farvegi flóðsins. Viðbragðs­að­ilar verða áfram þar sem áður voru lokun­ar­póstar ef fólk vill leita til þeirra.


Skrifað: 26. janúar 2023

Verið er að hreinsa götur af krapaflóðinu sem féll í morgun og hafa þær opnaðar þar sem hreinsunarstarfi er lokið. Enginn varð fyrir flóðinu, en flóðið lenti á húsi og einum bíl, ekki er vitað til þess að miklar skemmdir hafi orðið á eignum. Rauði krossinn ætlar að vera með viðveru í Safnaðarheimilinu þegar umferð verður komin á.
Tilkynning barst í morgun, til íbúa Patreksfjarðar vegna krapaflóðs á Facebooksíðu Vesturbyggðar.
Rétt um klukkan 10 í morgun fell krapaflóð úr Geirseyrargili á Patreksfirði. Ekki er um mjög stórt flóð að ræða, svæðið frá Ráðagerði að lögreglustöð er lokað að svo stöddu. Verið er að hreinsa farveginn og göturnar sem lokuðust. Verið er að kanna aðstæður í gilinu og meta hættu á frekari flóðum, en við fyrstu athugun lítur ekki út fyrir að meiri hætta sé fyrir hendi en vatnsstraumur liggur niður hlíðina. Samkvæmt tilkynningu lögreglu eru íbúar beðnir um að halda sig heima. Verið er að kanna aðstæður á öðrum stöðum í sveitarfélaginu.