Dagur mannréttinda barna
Í dag, 20. nóvember, er dagur mannréttinda barna.
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var skoðaður með nemendum í tilefni dagsins.
Einnig var haldið nemendaþing í Patreksskóla. Helstu umræðupunktar voru samskipti, virðing, skólinn, hópurinn og að lokum vinir og vinátta. Hvert stig fór yfir umræðupunktana með sínum umsjónarkennurum. Nemendur fengu tækifæri til að segja sína skoðun á umræðuefnunum og koma með tillögur að úrbótum. Við drögum saman punktana sem komu frá nemendum bæði á blaði og í umræðum og munum við hafa þá til hliðsjónar þegar við hittumst á skólaþingi eftir áramót, það verður auglýst nánar síðar. Skólaþing er opið öllum og eru foreldrar sérstaklega hvattir til að mæta.
Skrifað: 20. nóvember 2025