Hoppa yfir valmynd

Farsæld­arsátt­máli

Hvað er Farsæld­arsátt­málinn og til hvers er hann?
Farsæld­arsátt­málinn er verk­færi sem byggir á því að foreldrar koma sér saman um ákveðin viðmið eða gildi sem þeir telja mikilvæg til þess að styðja við vöxt og þroska allra barna í nærsam­fé­laginu. Hópurinn sameinast um viðmiðin í sátt­mál­anum og myndar þannig þorp utan um börnin. Farsæld­arsátt­málinn gefur foreldrum tæki­færi til þess að forma samstarf sín á milli, styrkja foreldra­starfið og hlut­verk foreldra sem lykil­aðila í að skapa farsælt samfélag. Rann­sóknir hafa sýnt fram á forvarn­ar­gildi samstíga foreldra­hóps auk þess sem foreldrar gegna mikil­vægu hlut­verki í að styðja við og stuðla að góðri menn­ingu innan barna­hópsins. Þá er ómet­an­legur stuðn­ingur fyrir foreldra að hafa breitt tengslanet í öðrum foreldrum í nærsam­fé­laginu, þeir taka upplýstari ákvarð­anir og geta verið öflug rödd umbóta. Þannig geta þeir unnið gegn einelti og fordómum og stuðlað að auknum skiln­ingi og umburða­lyndi milli fjöl­breyttra hópa.


Skrifað: 19. janúar 2024

2-1.png
Farsældarsáttmáli Heimilis og skóla