Leiksýning
Krakkarnir á mið- og unglingastigi í leiklistarvali hafa sett upp leiksýningar að vori síðustu tvö árin.
Í ár langaði þeim að setja upp jólaleikrit fyrir börnin á Arakletti, Klifi og yngsta stigi í Patreksskóla og úr varð Frosinn – jólaævintýrið mikla. Í leiklistarvali eru yfir 30 börn og alltaf mikil gleði og gaman.
Aðalsýning ársins verður 26. mars á árshátíðardegi Patreksskóla. Hlökkum til að sjá sem flesta.
Skrifað: 16. desember 2025

