Hoppa yfir valmynd

Leik­sýning

Krakk­arnir á mið- og unglinga­stigi í leik­list­ar­vali hafa sett upp leik­sýn­ingar að vori síðustu tvö árin.

Í ár langaði þeim að setja upp jóla­leikrit fyrir börnin á Arakletti, Klifi og yngsta stigi í Patreks­skóla og úr varð Frosinn – jóla­æv­in­týrið mikla. Í leik­list­ar­vali eru yfir 30 börn og alltaf mikil gleði og gaman.

Aðal­sýning ársins verður 26. mars á árshá­tíð­ar­degi Patreks­skóla. Hlökkum til að sjá sem flesta. 

 

 


Skrifað: 16. desember 2025

image-5.jpg