Lögreglan heimsækir yngsta stig
Í dag fengum við tvo lögregluþjóna, þau Jóhönnu og Andra, í heimsókn til okkar á yngsta stig.
Þau fóru yfir umferðarreglur með nemendum ásamt því að ræða um mikilvægi þess að vera með hjálm þegar farið er út að hjóla.
Nemendur fengu að spyrja þau ýmissa spurninga um starfið þeirra.
Einnig fengu nemendur að sjá búnaðinn sem lögregluþjónar bera á sér.
Við þökkum þeim kærlega fyrir heimsóknina.
Skrifað: 23. september 2025
