Skólaráð

Við grunn­skóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvett­vangur skóla­stjóra og skóla­sam­fé­lags um skóla­hald. Skólaráð tekur þátt í stefnu­mörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skóla­nám­skrá skólans, árlega starfs­áætlun,  rekstr­aráætlun og aðrar áætlanir um skóla­starfið. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrir­hug­aðar meiri háttar breyt­ingar á skóla­haldi og starf­semi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Skóla­nefnd, sbr. 6. gr., getur með samþykki sveit­ar­stjórnar falið skóla­ráðum einstakra skóla ákveðin verk­efni þessu til viðbótar.

Fundagerðir skólaráðs

Starfsáætlun skólaráðs

Skólaráð gerir sér starfs­áætlun og í henni kemur fram hversu oft fundir verða haldnir, hvenær og hvar. Þar er einnig tilgreint hvenær skóla­ráðið ætlar að halda opinn fund fyrir skóla­sam­fé­lagið um málefni skólans og annan með stjórn nemenda­fé­lagsins. Ef skóla­ráðið vill leggja áherslu á stefnu varð­andi tiltekinn mála­flokk, svo sem sérstaka náms­grein, samskipti, líðan nemenda, umhverf­ismál eða annað, ætti það að koma fram í starfs­áætl­un­inni.

Starfsáætlun 2023-2024

Skólaráð Patreksskóla 2025– 2026

  • Jónína Helga Sigurð­ar­dóttir Berg,  skóla­stjóri
  • Maggý Hjördís Kerans­dóttir, full­trúi kennara
  • Arna Margrét Arnar­dóttir, full­trúi kennara
  • Guðrún Helga­óttir, full­trúi starfs­fólks
  • Natalía Kristín Þórar­ins­dóttir, full­trúi nemenda
  • Kári Stefan Jesus Pestana, full­trúi nemenda
  • Sandra Lind Magnús­dóttir, vara­maður
  • Lilja Sigurð­ar­dóttir, full­trúi foreldra
  • Elín Dóróthea Þorleif­ar­dóttir, full­trúi foreldra
  • Helga Gísla­dóttir, full­trúi grennd­ar­sam­fé­lagsins