Almyrkvi á sólu 2026

Þann 12. ágúst 2026 verður almyrkvi á sólu sjáan­legur á vest­an­verðu Íslandi, þar á meðal í Vest­ur­byggð, og varir hann lengst á Látra­bjargi. Sveit­ar­fé­lagið leggur áherslu á öryggi og góða upplifun íbúa og gesta. Á þessari síðu má finna helstu upplýs­ingar um almyrkvann og undir­búning sveit­ar­fé­lagsins. Síðan verður uppfærð reglu­lega fram að atburð­inum. Íbúar eru hvattir til að fylgjast með uppfærslum og gestir eru hvattir til að skipu­leggja ferðir tíman­lega og dvelja í lengri tíma á svæðinu til að létta á umferðarálagi.

Menningar- og ferðamálafulltrúi

VMÞ

muggsstofa@vesturbyggd.is/+354 450 2335

Spurt og svarað

Hvað er almyrkvi?

Almyrkvi á sér stað þegar tunglið gengur beint milli sólar og jarðar og skyggir alveg á sólina í örfáar mínútur. Á þeim tíma verður dimmt og hita­stig getur jafnvel lækkað lítil­lega. Fyrir og eftir almyrkva sést deild­ar­myrkvi, það er þegar tunglið skyggir á hluta sólar.

Almyrkvar eru sjald­gæfir og sjást aðeins frá mjóu belti á jörð­inni. Almyrkvi hefur ekki sést á Íslandi síðan 1954.

Hvenær má sjá almyrkvann?

Almyrkvinn verður seinnipartinn miðviku­daginn 12. ágúst 2026. Hann verður sjáan­legur um allt sveit­ar­fé­lagið en tíma­setn­ingar og lengd eru breyti­legar eftir stað­setn­ingu.

Á heima­síð­unni Solmyrkvi2026.is má smella á stað á korti og sjá nákvæm­lega hvenær deild­ar­myrkvi hefst, hvenær almyrkvi hefst og lýkur og hvenær deild­ar­myrkva lýkur aftur. Þar má einnig sjá kort yfir skugga og svæði þar sem almyrkvi verður ekki sjáan­legur.

Á Látra­bjargi varir almyrkvinn í tvær mínútur og þrettán sekúndur.

Hvar er best að horfa á almyrkvann?

Íbúar eru hvattir til að horfa á sólmyrkvann heima hjá sér ef aðstæður leyfa. Það er ekki skylda en gæti reynst öruggast þar sem mögu­leiki er á þungri umferð og álagi á innviði. Þá er gott að hafa í huga að ef gesta­fjöldi verður veru­legur gæti skapast tíma­bundinn vöru­skortur á svæðinu.

Sveit­ar­fé­lagið mun jafn­framt skil­greina sérstök áhorfs­svæði sem kallast söfn­un­ar­svæði. Þau verða valin með það í huga að tryggja gott útsýni og öruggar aðstæður. Mark­miðið er að dreifa áhorf­endum á skipu­lagðan hátt, draga úr álagi á ákveðnum stöðum og skapa ánægju­lega upplifun fyrir gesti. Á svæð­unum verður grunn­þjón­usta til staðar svo sem salerni. Nánari upplýs­ingar um söfn­un­ar­svæði verða birtar síðar.

Hvar fæ ég sólmyrkv­agler­augu?

Sveit­ar­fé­lagið tók þátt í sameig­in­legri pöntun sveit­ar­fé­lag­anna á Vest­fjörðum á sólmyrkv­agler­augum. Um 1900 sólmyrkv­agler­augu verða afhent þegar nær dregur almyrkv­anum en nánari upplýs­ingar um afhend­ingu þeirra verða birtar síðar.

Sólmyrkv­agler­augun eru úr silf­ur­húð­aðri filmu sem síar skað­lega geisla og hleypir aðeins örlitlu ljósi í gegn. Hættu­legt er að horfa beint á sólina án slíkra gler­augna þar sem innrauðir og útfjólu­bláir geislar sólar­innar geta valdið varan­legum augnskaða. Venjuleg sólgler­augu duga ekki þar sem þau sía ekki skað­lega geislun nægi­lega vel.

Gler­augun þarf að hafa á sér allan tímann sem deild­ar­myrkvinn varir, bæði fyrir og eftir almyrkva. Aðeins á meðan almyrkvinn sjálfur stendur, þegar sólin er alveg hulin, má taka þau af. Sólmyrkv­agler­augun eru marg­nota.

Hvað er búist við mörgum gestum?

Erfitt er leggja mat á nákvæman fjölda gesta á þessu stigi. Nokkrir þættir liggja ekki fyrir enn, svo sem fjöldi ferða­manna á landinu á þessum tíma, bókun­ar­staða gist­i­rýma í sveit­ar­fé­laginu og umfang skipu­lagðra ferða á svæðið. Þá munu veður- og skýja­hulu­spár líklega hafa mikil áhrif á lausatraffík en þær munu ekki liggja fyrir fyrr en nokkrum dögum áður.

Óskað er eftir að ferða­þjónar sem taka við bókunum fyrir gist­i­rými eða ferðir á þessum tíma hafi samband við menn­ingar- og ferða­mála­full­trúa til að auðvelda sveit­ar­fé­laginu að spá fyrir um gesta­fjölda.

Hvernig er með umferð­ar­stýr­ingu?

Umferð­ar­stýring er ein stærsta áskor­unin við undir­búning almyrkvans, ekki síst í ljósi þess að áætl­aður gesta­fjöldi liggur ekki fyrir. Áform um umferð­ar­stýr­ingu á Látra­bjargi og innan sveit­ar­fé­lagsins liggja því ekki fyrir sem stendur.

Lögreglan á Vest­fjörðum ber ábyrgð á umferð­ar­stýr­ingu og starfar í nánu samstarfi við sveit­ar­fé­lagið.

Látra­bjarg er frið­lýst svæði í umsjón Nátt­úru­vernd­ar­stofn­unar sem ber því ábyrgð á fyrir­komu­lagi á svæðinu.

Hvernig verður örygg­is­gæslu háttað?

Örygg­is­gæsla og skipulag almanna­varna eru á borði lögreglu og viðeig­andi viðbragðs­aðila.

Get ég bókað pláss á tjald­svæðum Vest­ur­byggðar?

Ekki er gert ráð að tekið verði upp sérstakt bókun­ar­kerfi á tjald­svæðum Vest­ur­byggðar og gildir megin­reglan fyrstur kemur, fyrstur fær. Nánari upplýs­ingar veita rekstr­ar­að­ilar tjald­svæða. Stórir hópar eru þó hvattir til að hafa samband við rekstr­ar­aðila með góðum fyrir­vara.


Nánari upplýsingar

Eftir­far­andi aðilar veita nánari upplýs­ingar:

  • Aðkoma sveit­ar­fé­lagsins: Á heima­síðu Vest­ur­byggðar. Menn­ingar- og ferða­mála­full­trúi veitir einnig upplýs­ingar og tekur við ábend­ingum og hugmyndum.
  • Almennt um sólmyrkvann: Á heima­síð­unni Sólmyrkvi2026.is.
  • Um Látra­bjarg: Nátt­úru­vernd­ar­stofnun Íslands.
  • Um öryggi, umferð­ar­stýr­ingu og almanna­varnir: Lögreglan á Vest­fjörðum.
  • Um mark­aðs­setn­ingu Vest­fjarða: Mark­aðs­stofa Vest­fjarða.