Tálkna­fjarð­ar­kirkja

Tálkna­fjarð­ar­kirkja er kirkja Tálkn­firð­inga. Eldri kirkja Tálkn­firð­inga er Stóra–Laug­ar­dals­kirkja.

Sóknarprestur

KA

Kristján Arason
kristjanaras@gmail.com/+354 846 6569

Fyrsta skóflu­stungan að Tálkna­fjarð­ar­kirkju var tekin þann 6. maí árið 2000 af biskupi Íslands, herra Karli Sigur­björns­syni, ásamt Eydísi Huldu Jóhann­es­dóttur og Frið­riki Kristjáns­syni.

Herra Karl vígði einnig kirkjuna þann 5. maí árið 2002. Kirkjan er fyrsta timb­ur­kirkjan sem byggð hefur verið á Íslandi í háa herrans tíð og er falleg smíði. Arki­tekt kirkj­unnar er Elísabet Gunn­ars­dóttir.

Altari kirkj­unnar er hannað af Hreini Frið­finns­syni úr stuðla­bergi sem og altar­is­taflan sem er stór veggur alsettur glit­perlum.

Kirkjan sómir sér vel þar sem hún stendur uppi á Þinghól í Tálkna­firði og sést víða að úr bænum og nágrenninu.