Hoppa yfir valmynd

Skjaldborgarbíó

Húsið við Aðalstræti 27 á Patreksfirði er jafnan kallað Skjaldborg og þar er rekið Skjaldborgarbíó með reglulegum kvikmyndasýningum í umsjá Lionsklúbbs Patreksfjarðar.

Að jafnaði er sýnd ný mynd á föstudögum og sunnudögum í bíóinu. Hægt er að fylgjast með dagskránni á Facebook-síðu Skjaldborgarbíós.

Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildarmynda

Árlega, um hvítasunnu, er hátíð íslenskra heimildamynda haldin á Patreksfirði. Hátíðin ber nafn Skjaldborgar og kvikmyndasýningarnar fara fram í bíóinu.