Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #335

Fundur haldinn í Brellum, fundarsal í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 15. maí 2019 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu
  • Guðrún Eggertsdóttir (GE) varamaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) embættismaður
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) formaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) aðalmaður
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslu

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 335. fundar fimmtudaginn 15. maí 2019 kl. 17:00 að Aðalstræti 75, Patreksfirði. Forseti bæjarstjórnar Iða Marsibil Jónsdóttir setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.
Ásgeir Sveinsson var fjarverandi og stað hans sat fundinn Guðrún Eggertsdóttir.
Forseti leitaði afbrigða að settir verði á dagskrá tveir nýir dagskrárliðir sem tölul. 7 og 8. Annarsvegar Landsbanki Íslands - yfirdráttarheimild málsnr. 1905027 og hinsvegar töluliður 3. á dagskrá 8. fundar Hafna og atvinnumálaráðs málsnr. 1905025 - Framkvæmdaleyfi -lagnaleið Strandgötu Bíldudal. Töluliðir 7-12 á boðaðri dagskrá færast aftur um tvo töluliði og verða númer 9 - 14. Afbrigðin voru samþykkt samhljóða.

Almenn erindi

1. Umhverfisvottaðir Vestfirðir - kynning

María Maack og Lína Björg Tryggvadóttir verkefnastjórar Vestfjarðastofu komu og kynntu verkefnið "Umhverfisvottaðir Vestfirðir" eða "EarthCheck" sem er verkefni sem sveitarfélögin á Vestfjörðum eru hluti af. Með þátttökunni skuldbinda sveitarfélögin sig til að taka mið af umhverfinu í öllum sínum ákvörðunum og tryggja sjálfbæra nýtingu svæðisins. Sveitarfélögin á Vestfjörðum eru með silfurvottun vegna starfssemi sinnar fyrir starfsárið 2018. Úttekt fyrir árið 2019 mun fara fram í október/nóvember 2019.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Ársreikningur 2018

Lagður fram til seinni umræðu ársreikningur Vesturbyggðar og stofnana hans fyrir árið 2018 ásamt sundurliðunarbók og skýrslu löggiltra endurskoðenda sveitarfélagsins. Haraldur Örn Reynisson frá KPMG og endurskoðandi sveitarfélagsins sat fundinn í fjarfundi á skype og svaraði spurningum bæjarfulltrúa.

Til máls tóku: Forseti og FM.

Ársreikningurinn samþykktur samhljóða.

Rekstrartekjur A og B hluta bæjarsjóðs voru 1.486 millj. kr., þar af voru 1.302 millj. kr. vegna A hluta. Samkvæmt samanteknum ársreikningi A og B hluta bæjarsjóðs var rekstrarniðurstaðan neikvæð um 96 millj. kr. en í fjárhagsáætlun hafði verið gert ráð fyrir jákvæðri afkomu upp á 35,7 millj. kr.

Fjárfest var á árinu fyrir 154 millj. kr. í fastafjármunum og tekin voru ný lán á árinu 2018 að fjárhæð 378 millj. kr. Afborganir langtímalána námu 153 millj. kr. en stærsti hluti lántöku var vegna skuldbindingar sem Vesturbyggð þurfti að taka á sig vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð, eða um 167 millj. kr.

Heildareignir sveitarfélagsins í samanteknum ársreikningi A og B hluta námu 2.495 millj. kr. í árslok 2018.

Skuldir A hluta námu í árslok 2018 1.432 millj. kr., heildarskuldbindingar (A og B hluta) námu um 1.973 millj. kr. og höfðu hækkað um réttar 283 millj. kr. frá árinu 2017.

Skuldaviðmið var 109% í árslok 2018 og er óbreytt frá árslokum 2017.
Eigið fé sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum ársreikningi var 522 millj. kr. í árslok 2018 og var eiginfjárhlutfall 20,9% en var 25,2% árið áður.

Veltufé frá rekstri í samanteknum ársreikningi A og B hluta var 51,9 millj. kr. Nam handbært fé í árslok 3,7 millj. kr. en var 52 millj. kr. árið áður.

Lakari afkoma ársins skýrist af auknum launakostnaði m.a. í grunn- og leikskólum Vesturbyggðar, auknum sérfræðikostnaði, lakari afkomu hafnarsjóðs og hækkun fjármagnskostnaðar. Þá hafi einstaka framkvæmdir farið fram úr fjárhagsáætlun 2018, og var brugðist við því með því að draga úr öðrum framkvæmdum sem fyrirhugaðar voru í sveitarfélaginu það ár.

Í endurskoðunarskýrslu KPMG fyrir árið 2018 sem og í stjórnsýsluskoðunum frá árinu 2015 hefur ítrekað verið bent á það að ekki hafi verið gætt að ákvæðum sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 um gerð viðauka við fjárhagsáætlun, áður en stofnað er til útgjalda eða skuldbindinga sem ekki er heimild fyrir í fjárhagsáætlun.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur þegar farið í endurskoðun á verklagi við vinnslu og gerð viðauka, þannig að viðaukar og staðfesting þeirra sé í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga og tryggt sé að framkvæmdir séu ekki hafnar fyrr en samþykktur viðauki við fjárhagsáætlun liggur fyrir.

Til að bregðast við neikvæðri rekstrarafkomu hefur Bæjarstjórn Vesturbyggðar á síðustu mánuðum unnið að breytingum er snerta m.a. rekstur sveitarfélagsins, svo sem með nýju skipuriti sem tók gildi 1. maí sl. þar sem betri umgjörð er um stjórnsýslu sveitarfélagsins og ábyrgðir starfsmanna og stjórnenda. Þá hefur Bæjarstjórn Vesturbyggðar endurskoðað verklag við gerð fjárhagsáætlunar og sett sér skýr markmið við gerð hennar. Teknir hafa verið upp skýrari verkferlar við meðferð fjármuna og innra eftirlit með ráðstöfun fjármuna verulega aukið. Bæjarstjórn Vesturbyggðar mun á árinu 2019 vinna að frekari greiningu á rekstri sveitarfélagsins og horfa til hagræðingar.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Fjárhagsáætlun 2019 - Viðaukar

Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2019 sem lagður var fyrir á 869. fund bæjarráðs. Annars vegar er um er að ræða aukin rekstrarútgjöld vegna reksturs heimtaugar að íþróttasvæði á Bíldudal að fjárhæð 50.000 kr. auk endurbóta á aðstöðu félagsmiðstöðvarinnar Dímon á Bíldudal að fjárhæð 1.400.000 kr., samtals 1.450.000 kr. Hins vegar er um að ræða fjárfestingu í lagningu heimtaugar að íþróttasvæði á Bíldudal fjárhæð 950.000 kr. Fjármögnun viðauka er með lækkun á áður áætlaðra fjárfestinga í götum á Bíldudal um 1.000.000 kr. (opnun Ásbrekku) og lækkun handbærs fjár um 1.400.000 kr.

Bæjarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða.

Málsnúmer13

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Stjórnskipan Vesturbyggðar - breyting á skipan í ráð og nefndir

Lögð var fram tillaga um breytingar á nefndarskipan í eftirtöldum nefndum Vesturbyggðar:

Esther Gunnarsdóttir tekur sæti sem aðalmaður í menningar- og ferðamálaráði í stað Rögnu Jennýar Friðriksdóttur og að Anna Vilborg Rúnarsdóttir taki sæti sem varamaður.

Ásdís Snót Guðmundssdóttir tekur sæti sem varamaður í skipulags- og umhverfisráði í stað Rögnu Jennýar Friðriksdóttur.

Rebekka Hilmarsdóttir tekur sæti sem aðalmaður í fjallskilanefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðahrepps í stað Ásgeirs Sveinssonar.

Til máls tóku: Forseti, GE og ÞSÓ

Tillagan er samþykkt samhljóða.

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Krossholt - Langholt. umsókn um frístundalóð.

Erindi frá Júlíusi Sigurjónssyni. Í erindinu er sótt um 2.25ha frístundalóð er stendur á Langholti norðan við byggðina á Krossholtum. Á svæðinu eru tvær frístundalóðir merktar F á deiliskipulagi Langholts - Krossholts, lóðin sem um ræðir er austari lóðin.

Bæjarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til Júlíusar Sigurjónssonar.

Bæjarstjórn vekur athygli á að ekki standi til að leggja veg að lóðinni að svo stöddu.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Ósk um úthlutun lóða til húsbyggingar - Sigurpáll Hermannsson

Erindi frá Aðalstræti 73 ehf. Á 58. fundi skipulags- og umhverfisráðs sem haldinn var 15. apríl s.l. var tekin fyrir umsókn Aðalstrætis 73 ehf. um lóðir við Aðalstræti 124A og Aðalstræti 128, lagði ráðið til við Bæjarstjórn að erindið yrði samþykkt. Þann 25. apríl barst annað erindi frá Aðalstræti 73 ehf. þar sem heldur var óskað eftir lóðinni við Hjalla 24 fremur en Aðalstræti 128 til húsbyggingar.

Bæjarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni að Hjöllum 24 til Aðalstrætis 73 ehf. Lóðin að Aðalstræti 128 verði því laus til umsóknar.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Landsbanki Íslands - Yfirdráttur

Heimild til yfirdráttar að upphæð 20 milljónir kr. hjá Landsbanka Íslands rennur út þann 22. maí 2019. Bæjarstjórn heimilar að framlengja yfirdráttarheimild hjá Landsbankanum á greiðslureikningi Vesturbyggðar fyrir allt að 40 milljónir króna.

Samþykkt með 6 atkvæðum. GE situr hjá.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Framkvæmdaleyfi - lagnaleið Strandgötu Bíldudal

Erindi frá Guðmundi V. Magnússyni f.h. Arnarlax hf. Í erindinu er sótt um framkvæmdarleyfi vegna dælulagnar sem flytja á frárennsli frá sláturhúsi fyrirtækisins að Strandgötu 1 til Strandgötu 10-12 til hreinsunar. Sótt er um breytta legu lagnar sem samþykkt var á fundi hafna- og atvinnumálaráðs þann 19.11.2018. Sótt er um að færa lögnina aftur upp fyrir Strandgötu á Bíldudal.

Bæjarstjórn samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis með 6 atkvæðum FM situr hjá.
Bæjarstjórn felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi. Framkvæmdasvæðinu skal skilað í sama ástandi og áður en framkvæmdir hófust.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fundargerð

9.

Lögð er fram til kynningar fundargerð 5. fundar menningar- og ferðamálaráðs sem haldinn var 30. apríl sl. Fundargerðin er í 4 liðum.

Til máls tóku: Forseti, FM, MÓÓ, GE og ÞSÓ.

Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10.

Lögð er fram til kynningar fundargerð 868. fundar bæjarráðs sem haldinn var 2. maí sl. Fundargerðin er í 1 lið.

Til máls tók: Forseti.

Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11.

Lögð er fram til kynningar fundargerð 869. fundar bæjarráðs sem haldinn var 7. maí sl. Fundargerðin er í 21 lið.

Til máls tóku: Forseti, FM, bæjarstjóri og GE.

Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12.

Lögð er fram til kynningar fundargerð 59. fundar skipulags- og umhverfisráðs sem haldinn var 8. maí sl. Fundargerðin er í 4 liðum.

Til máls tóku: Forseti.

Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13.

Lögð er fram til kynningar fundargerð 26. fundar velferðaráðs sem haldinn var 6. maí sl. Fundargerðin er í 3 liðum.

Til máls tóku: Forseti.

Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14.

Lögð er fram til kynningar fundargerð 8. fundar hafna- og atvinnumálaráðs sem haldinn var 13. maí sl. Fundargerðin er í 7 liðum.

Til máls tóku: Forseti og FM.

Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00