Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #347

Fundur haldinn í fjarfundi, 29. apríl 2020 og hófst hann kl. 17:00

Nefndarmenn
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) formaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Jörundur Garðarsson (JG) aðalmaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Hljóðupptaka
00:00 / 00:00

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 347. fundar miðvikudaginn 29. apríl kl. 17:00.
Iða Marsibil Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.
Þar sem um fjarfund er að ræða er fund­urinn ekki opinn almenn­ingi en upptaka frá fund­inum verður sett inn á heima­síðu Vesturbyggðar.

Almenn erindi

1. Ársreikningur Vesturbyggðar 2019

Lagður fram til fyrri umræðu ársreikningur Vesturbyggðar og stofnana hans fyrir árið 2019 ásamt endurskoðunarskýrslu. Bæjarfulltrúar hafa fengið kynningu á niðurstöðum ársins 2019 ásamt endurskoðunarskýrslu frá endurskoðanda sveitarfélagins Haraldi Erni Reynissyni.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa ársreikningi 2019 til seinni umræðu.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Starfsemi Vesturbyggðar á tímum kórónuveiru - covid-19

Bæjarstjóri fór yfir starfsemi Vesturbyggðar síðustu vikur og undirbúning vegna tilslökunar samkomubannsins eftir 4. maí nk.

Til máls tóku: Forseti, bæjarstjóri og FM

Bæjarstjórn Vesturbyggðar vill koma á framfæri miklu þakklæti til starfsmanna Vesturbyggðar sem staðið hafa sína plikt við þessar erfiðu aðstæður. Sérstaklega vill bæjarstjórn þakka framlínustarfsmönnum í leik- og grunnskólum í Vesturbyggð fyrir útsjónasemi og lausnamiðaða starfshætti á þessum fordæmalausu tímum.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Frestun á greiðslum fasteignagjalda vegna Covid-19

Lagðar fram reglur um frestun á greiðslum fasteignagjalda vegna áhrifa Covid-19. Reglurnar gera ráð fyrir að þeir sem eiga iðnaðar-, skrifstofu- og verslunarhúsnæði, fiskeldismannvirki, veiðihús eða mannvirki sem nýtt eru fyrir ferðaþjónustu geti fengið frest til greiðslu fasteignagjalda til 15. mars 2021. Verði ljóst að þeir aðilar sem fengið hafa frest hafi orðið fyrir miklu tekjufalli á árinu 2020 samanborið við fyrra rekstrarár fyrir 15. janúar 2021 sótt um frekari frest sem heimilt er að veita til 15. ágúst 2021.

Til máls tóku: Forseti, FM og jÁ

Friðbjörg Matthíasdóttir og Jón Árnason lýsa sig vanhæfa við afgreiðslu þessa liðar.

Bæjarstjórn samþykkir reglurnar með fimm atkvæðum, FM og JÁ sitja hjá við afgreiðslu máls

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Ástand vega í Vesturbyggð

Lögð fram bókun bæjarráðs frá 894. fundi ráðsins 21. apríl 2020 um alvarlegt ástand vega í Vesturbyggð og á sunnanverðum Vestfjörðum.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar tekur undir bókun bæjarráðs og ítrekar mikilvægi þess að brugðist verði við þessu ástandi veganna af miklum krafti.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Ráðning leikskólastjóra Arakletti

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs Vesturbyggðar dags. 17. apríl 2020, þar sem lagt er til að Sigríður Gunnarsdóttir verði ráðin í starf leikskólastjóra leikskólans Arakletts á Patreksfirði. Var fræðslu- og æskulýðsráði kynnt umsókn um stöðu leikskólastjóra á 61. fundi sínum 22. apríl 2020 og leggur ráðið til við bæjarstjórn að gengið verði frá ráðningu Sigríðar frá og með 1. ágúst 2020.
Þórkatla Soffía Ólafsdóttir vék af fundi á meðan liðurinn var tekinn fyrir.

Til máls tóku: Forseti, MJ og FM.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir að ráða Sigríði Gunnarsdóttur sem leikskólastjóra leikskólans Arakletts og felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs ásamt bæjarstjóra að ganga frá ráðningasamningi.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar færir Hallveigu Guðbjörtu Ingimarsdóttur, leikskólastjóra miklar þakkir fyrir hennar mikilvæga og góða starf sem leikskólastjóri á Arakletti.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Heilsueflandi samfélag

Lagt fram minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa dags. 25. mars 2020 ásamt gögnum vegna umsóknarferlis fyrir sveitarfélög við að verða heilsueflandi samfélag. Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn á 893. fundi sínum 31. mars 2020 að sveitarfélagið myndi sækja um að verða heilsueflandi samfélag.

Til máls tóku: Forseti og FM

Bæjarstjórn Vesturbyggðar er sammála um að Vesturbyggð gerist heilsueflandi samfélag og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna málið áfram í samráði við bæjarstjóra.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Aðalskipulagsbreyting - Seftjörn fiskeldi

Tekin fyrir skipulagslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna fiskeldis. Breytingin fjallar um skilgreiningu á nýju iðnaðarsvæði undir starfsemi Eldisvarar ehf. á Seftjörn lóð 1 við Þverá á Barðaströnd.

Bæjarstjórn samþykkir lýsinguna og leggur til að skipulagslýsing verði kynnt opinberlega skv. skipulagslögum nr.123/2010. Skipulagslýsing verði tekin til meðferðar í samræmi við 40. gr. sömu laga.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer12

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Deiliskipulag fyrir fiskeldi - Seftjörn.

Lögð fram beiðni Kristínar Óskar Matthíasdóttur frá 14. apríl 2020 um deiliskipulag. Meðfylgjandi beiðni er tillaga að deiliskipulagi, en stærð þess er 1,9 ha og nær yfir núverandi mannvirki og næsta umhverfi fiskeldisstöðvarinnar á Seftjörn lóð 1 Þverá, Barðaströnd. Umrætt svæði er innan friðlands Vatnsfjarðar skv. auglýsingu nr. 96/1975, en þar kemur fram að mannvirkjagerð og jarðrask og hvers konar breytingar á landi séu háðar leyfi Umhverfisstofnunar.

Bæjarstjórn samþykkir beiðnina og tillögu að deiliskipulagi með framlögðum breytingum frá skipulags- og umhverfisráði í samræmi við 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan verði auglýst samhliða breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 sem er í vinnslu.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer12

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Breyting á aðalskipulagi Vesturbyggðar - Örlygshafnarvegur um Hvallátur.

Tekin fyrir skipulags- og matslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna breyttrar legu Örlygshafnarvegar um Hvallátur.

Bæjarstjórn samþykkir lýsinguna og heimilar að skipulags- og matslýsing verði kynnt opinberlega í samræmi við ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010 og laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Skipulags- og matslýsing verði tekin til meðferðar í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Patrekshöfn, umsókn um lóð undir meltutank.

Tekin fyrir umsókn Arctic Protein ehf. dags. 7. nóvember 2019 um lóð fyrir meltutanka á Patreksfirði ásamt umsókn um skipulagsmál dags. 11. mars 2020. Í umsókn um skipulagsmál er sótt um að heimild til að breyta deiliskipulagi við Patrekshöfn. Samkvæmt tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir hafnarsvæði á Patreksfirði dags. 20. apríl 2020 er gert ráð fyrir nýrri 968 m2 lóð undir meltutanka. Gert er ráð fyrir þremur tönkum með möguleika á þeim fjórða.

Bæjarstjórn hafði áður samþykkt úthlutun á lóð til handa Arctic Protein ehf. á 342. fundi sínum þann 25. nóvember 2019.

Bæjarstjórn afturkallar áður samþykkta úhlutun á lóð og samþykkir að úthluta lóð til Arctic Protein ehf. í samræmi við tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Bæjarstjórn samþykkir jafnframt framkomna tillögu að breytingu á deiliskipulagi og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Hitaveita fyrir Bíldudal

Lagður fram tölvupóstur dags. 10. apríl 2020 frá Ragnar Sæ Ragnarssyni f.h. Varmaorku ehf. vegna nýtingar jarðhitavatns til húshitunar á Bíldudal og í nágrenni. Í erindinu er horft til borunar eftir vatni í Dufansdal. Í erindinu er óskað eftir afstöðu bæjarstjórnar Vesturbyggðar til verkefnisins.

Til máls tóku: Forseti, FM og bæjarstjóri.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar tekur jákvætt í erindið en vísar því aftur til bæjarráðs þar sem óskað verði eftir frekari gögnum um málið.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fundargerð

12.

Lögð fram til kynningar fundargerð 893. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 31. mars 2020. Fundargerðin er í 16 liðum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13.

Lögð fram til kynningar fundargerð 73. fundar stjórnar Fasteigna Vesturbyggðar, fundurinn var haldinn 1. apríl 2020. Fundargerðin er í 1 lið.

Til máls tóku: Forseti, FM, bæjarstjóri, MJ, JG og JÁ.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14.

Lögð fram til kynningar fundargerð 74. fundar stjórnar Fasteigna Vesturbyggðar, fundurinn var haldinn 14. apríl 2020. Fundargerðin er í 7 liðum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


15.

Lögð fram til kynningar fundargerð 60. fundar fræðslu- og æskulýðsráðs, fundurinn var haldinn 15. apríl 2020. Fundargerðin er í 7 liðum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


16.

Lögð fram til kynningar fundargerð 71. fundar skipulags- og umhverfisráðs, fundurinn var haldinn 16. apríl 2020. Fundargerðin er í 5 liðum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


17.

Lögð fram til kynningar fundargerð 894. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 21. apríl 2020. Fundargerðin er í 19 liðum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


18.

Lögð fram til kynningar fundargerð 61. fundar fræðslu- og æskulýðsráðs, fundurinn var haldinn 22. apríl 2020. Fundargerðin er í 1 lið.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


19.

Lögð fram til kynningar fundargerð 18. fundar hafna- og atvinnumálaráðs, fundurinn var haldinn 27. apríl 2020. Fundargerðin er í 10 liðum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10