Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #349

Fundur haldinn í Brellum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 16. júní 2020 og hófst hann kl. 17:00

Nefndarmenn
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Nanna Áslaug Jónsdóttir (NÁJ) varamaður
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) formaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) aðalmaður
  • Jörundur Garðarsson (JG) varamaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) ritari
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson byggingafulltrúi og hafnastjóri

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 349. fundar þriðjudaginn 16. júní kl. 17:00.
Iða Marsibil Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.

Almenn erindi

1. Lánasjóður sveitarfélaga - lántökur 2020

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs Vesturbyggðar dags. 12. júní 2020, þar sem lagt er til við bæjarstjórn Vesturbyggðar að lántökur hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2020 verði umfram þær lántökur sem áformaðar eru í fjárhagsáætlun ársins. Fjárhagsáætlun 2020 gerir ráð fyrir lántökum fyrir 143 millj. kr. en vegna óvissu um tekjur, lækkun á þjónustugjöldum ásamt tregðu við innheimtu þjónustugjalda í hafnasjóð Vesturbyggðar, þá er lagt til að heimild til lántöku verði hækkuð um 190 millj. kr. Fjárhæðin tekur m.a. mið af dekkstu sviðsmynd sem stillt hefur verið upp um rekstur sveitarfélagsins vegna áhrifa af Covid-19.

Til máls tóku: IMJ,ÁS,RH.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir erindið.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Patreksskóli - skipulagsbreyting á starfssviði deildarstjóra leikskóladeildar

Lagt fram minnisblað frá Ásdísi Snót Guðmundsdóttur, nýráðnum skólastjóra Patreksskóla, dags. 2. júní 2020. Í minnisblaðinu eru kynntar skipulagsbreytingar á starfssviði deildarstjóra leikskóladeildar Patreksskóla þar sem lagt er til að ráðinn verði einn deildarstjóri yfir leikskóladeild og yngsta stigi skólans (1. -4. bekk). Fræðslu- og æskulýðsráð fjallaði um breytinguna á 63. fundi sínum 10. júní 2020 og samþykkti breytinguna fyrir sitt leyti og vísaði málinu áfram til bæjarstjórnar.

Til máls tóku: IMJ.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir erindið.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Bíldudalshöfn. Umsókn um dælulagnir í jörðu.

Lagt fram erindi frá Arctic Protein hf, dags. 12. júní 2020. Í erindinu er sótt um leyfi til að leggja tvær 200mm dælulagnir í jörðu frá Strandgötu 1, Bíldudal í gegnum hafnarsvæði niður á hafnarkant Bíldudalshafnar. Lagnirnar eru ætlaðar til að flytja meltu frá hafnarkanti að meltutönkum er standa við Strandgötu 10-12. Erindinu fylgir yfirlitsmynd ásamt sniði í skurð. Hafna- og atvinnumálaráð tók erindið fyrir á 20. fundi sínum 15. júní sl. og samþykkti erindið.

Til máls tóku: IMJ.

Bæjarstjórn samþykkir erindið og tekur undir með hafna- og atvinnumálaráði með að yfirborðsfrágangi verði lokið samhliða verkinu.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Aðalskipulagsbreyting - Seftjörn fiskeldi

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 2. júní 2020 vegna erindis Vesturbyggðar, þar sem óskað var eftir umsögn stofnunarinnar vegna breytingar á aðalskipulagi Vesturbyggðar við Þverá í Vatnsfirði. Fyrir liggur einnig tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem og deiliskipulag. Samkvæmt erindi Skipulagsstofnunar þarf áður en tillögurnar eru samþykktar að fara fram tilkynning um framkvæmdina skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Í svarbréfi Skipulagsstofnunar kemur einnig fram að framkvæmdin sem fjallað er um í breytingunni á aðalskipulagi fellur undir flokk 1.11 eða 1.12 í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum. Skipulagsstofnun mælir því með því að samhliða breytingu á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags verði unnin tilkynning um framkvæmdina og samnýta þannig gögn og upplýsingar sem nýst geta fyrir skilmálagerð skipulagsvinnunnar. Skipulags- og umhverfisráð tók málið fyrir á 73. fundi sínum 11. júní 2020.

Til máls tóku: IMJ.

Bæjarstjórn tekur undir þau tilmæli sem fram koma í umsögn Skipulagsstofnunar, dagsett 2. júní 2020 þar sem því er beint til framkvæmdaraðila að tilkynna framkvæmdina skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 áður en tillaga að breytingu á aðalskipulagi er tekin til samþykktar skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer12

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Breyting á aðalskipulagi Vesturbyggðar - Örlygshafnarvegur um Hvallátur.

Lögð fram breyting á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018, vegna breyttrar legu Örlygshafnarvegar um Hvallátur. Einnig lagður fram uppdráttur og greinargerð, dags. 5. júní 2020. Um er að ræða breytingu á veginum sem í dag liggur í gegnum sumarhúsabyggðina við Hvallátur en gerð er tillaga um að vegurinn verði færður suður fyrir Hvallátur á 1,7 km löngum kafla. Skipulags- og umhverfisráð samþykkti tillöguna og greinargerð í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Til máls tóku: IMJ

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu og greinargerð í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 31. gr. sömu laga. Skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun skipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, áður en tillagan verður auglýst.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Deiliskipulag Látrabjargs, breyting á uppdrætti S-3.

Lögð fram breyting á deiliskipulagi Látrabjargs, vegna breyttrar legu Örlygshafnarvegar um Hvallátur, ásamt uppdrætti og greinargerð, dags. 5. júní 2020. Um er að ræða breytingu á veginum sem í dag liggur í gegnum sumarhúsabyggðina við Hvallátur en gerð er tillaga um að vegurinn verði færður suður fyrir Hvallátur á 1,7 km löngum kafla. Skipulags- og umhverfisráð samþykkti fyrirliggjandi tillögu og greinargerð í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 á 73. fundi sínum 11. júní 2020.

Til máls tóku: IMJ.

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu og greinargerð í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. sömu laga, samhliða breytingu á aðalskipulagi sama efnis.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Örlygshafnarvegur um Látravík, Vesturbyggð. Beiðni um umsögn - MÁU.

Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun, dags. 29. apríl 2020. Í erindinu er óskað umsagnar um tilkynningu Örlygshafnarvegar um Látravík í samræmi við 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Skipulags- og umhverfisráð tók bréfið fyrir á 73. fundi sínum 11. júní og telur að á fullnægjandi hátt sé gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum og mati framkvæmdaaðila á þeim og gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar aðgerðir á framkvæmdatíma.

Til máls tóku: IMJ.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar vill benda á að framkvæmdin er háð framkvæmdaleyfi bæjarstjórnar samkvæmt 13. gr. skipulagslaga. Eftir atvikum þarf einnig að sækja um leyfi til Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða vegna uppsetningu vinnubúða sbr. Reglugerð nr. 724/2008 m.s.br. um hávaða og einnig reglugerð 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun eða skv. hollustuháttareglugerð nr. 941/2002 og matvælalögum. Framkvæmdin þarf að vinnast í samræmi við lög um Vinnueftirlitið, þ.e. lög nr. 46/2008 m.s.br. um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Fremri Hvesta - Skógræktaráform

Lagt fram ódagsett erindi Jóns Bjarnasonar, Hvestu. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi vegna fjölnytjaskógræktar í landi Fremri-Hvestu á 51,6 ha svæði. Fyrir liggur ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu dags. 19. maí 2020. Niðurstaða Skipulagsstofnunar er sú að framkvæmdin er ekki talin líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og er því ekki háð mati á umhverfisráhrifum. Í frekari upplýsingum frá framkvæmdaraðila kemur fram að landeigandi mun gróðursetja innlendar trjátegundir í bland við aðrar tegundir sem líklegri eru til þess að framleiða nytjavið og tegundir sem líklegar eru til þess að binda meira kolefni. Framkvæmdin er í samæmi við gildandi Aðalskipulag Vesturbyggðar 2006-2018 um skógrækt á landbúnaðarsvæðum.

Til máls tóku: IMJ

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 enda liggur fyrir ákvörðun um matsskyldu, dagsett 19. maí 2020 þar sem framkvæmdin er ekki talin hafa umtalsverð umhverfisáhrif.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Sauðlauksdalur lnr. 139917- Ósk um stofnun nýrrar lóðar

Lagt fram erindi frá Ríkiseignum dags. 25. maí 2020. Í erindinu er sótt um stofnun lóðar umhverfis matshluta 09 og 13, véla/verkfærageymslu og geymslu í landi Sauðlauksdals, L139917. Fyrirhuguð lóð er 634m2 að stærð. Erindinu fylgir lóðaruppdráttur er sýnir afmörkun lóðarinnar. Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir á 73. fundi sínum 11. júní 2020 og leggur til að erindið verði samþykkt.

Til máls tóku: IMJ.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir stofnun lóðarinnar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Mikladalsvegur 11, umsókn um stækkun lóðar.

Lagt fram erindi frá MV 11 ehf, dags. 8. júní 2020. Í erindinu er sótt um stækkun lóðar við Mikladalsveg 11. Óskað er eftir um 1270m2 stækkun lóðar til norðurs og er stækkunin hugsuð sem aukið athafnasvæði og geymslusvæði við fasteignina. Ennfremur er óskað leyfis til að halda áfram með gerð jarðvegsmanar og gróðursetningu gróðurs norðan og austan við húsið. Erindinu fylgir rissteikning er sýnir umbeðið svæði. Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir á 73. fundi sínum 11. júní 2020 og leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

Til máls tóku: IMJ, MÓÓ, MJ, ÁS.

María Ósk Óskarsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir stækkun lóðarinnar en vekur athygli umsækjenda á því að ef ekki eigi að byggja á lóðinni þá reiknast gatnagerðargjald í samræmi við fermetrafjölda þeirrar bygginga sem heimilt væri að reisa á sameinaðri lóð skv. samþykkt um gatnagerðargjald í Vesturbyggð.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Járnhóll 13 og 15. Umsókn um lóð.

Lagt fram erindi frá Lás ehf, dags. 5. júní 2020. Í erindinu er sótt um lóðir nr. 13 og 15 við Járnhól á skipulögðu iðnaðar- og hesthúsasvæði á Bíldudal, fyrirtækið er með sameinaða lóð 14 og 16 við Járnhól á leigu þar sem standa nú yfir byggingarframkvæmdir við nýja steypustöð, en fyrirtækið þarfnast frekara athafnapláss fyrir starfsemina. Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir á 73. fundi sínum 11. júní 2020 og leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

Til máls tóku: IMJ, MÓÓ.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir úthlutun lóðanna til Lás ehf. en vekur athygli umsækjenda á því að ef ekki eigi að byggja á lóðunum þá reiknast gatnagerðargjald í samræmi við fermetrafjölda þeirrar bygginga sem heimilt væri að reisa á lóðunum skv. samþykkt um gatnagerðargjald í Vesturbyggð. Bæjarstjórn vekur athygli á að ekki liggur fyrir ákvörðun um gatnagerð á svæðinu.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Fjósadalsá 2, umsókn um lóð.

Lagt fram erindi frá Grétari J. Guðmundssyni og Önnu Jónu Árnadóttur dags. 8. júní 2020. Í erindinu er óskað eftir úthlutaðri lóð undir fjárhús við Fjósadalsá 2 en enginn lóðarleigusamningur er í gildi vegna lóðarinnar. Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir á 73. fundi sínum 11. júní 2020 og leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að leigja út lóð undir mannvirkið í takt við tillögu byggingarfulltrúa sem fylgir erindinu.

Til máls tóku: IMJ.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir að leigja út lóð í takt við tillögu byggingarfulltrúa undir þau fjárhús er nú standa við Fjósadalsá 2.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13. Strandgata 17A. Ósk um nýjan lóðarleigusamning, breytt stærð lóðar.

Lagt fram erindi frá Ólöfu Helgadóttur og Jóni Birgi Jóhannssyni, dags. 7 júní 2020. Í erindinu óskað eftir endurnýjuðum lóðarleigusamningi og stækkun lóðar við Strandgötu 17A, Patreksfirði. Erindinu fylgir teikning er sýnir umbeðna stækkun. Stækkunin er í samræmi við gildandi deiliskipulag fyrir svæðið. Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir á 73. fundi sínum 11. júní sl. og leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu.

Til máls tóku: IMJ

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir stækkun lóðarinnar með fyrirvara um grenndarkynningu.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14. Framkvæmdaleyfi. Strenglögn innan þéttbýlis Bíldudal

Lagt fram erindi frá Orkubúi Vestfjarða dags 5. júní 2020. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi vegna stækkunar flutningsleiðar frá aðveitustöð niður að hafnarsvæði á Bíldudal. Auka þarf fjölda strengja til að flytja raforkuna. Er þetta tilkomið vegna óska Íslenska Kalkþörungafélagsins eftir auknu afli fyrir verksmiðju sína á Bíldudal. Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir á 73. fundi sínum 11. júní 2020 og leggur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjavarðar.

Til máls tóku: IMJ

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga með þeim fyrirvörum sem skipulags- og umhverfisráð leggur til. Nákvæma legu strengja skal ákveða í samráði við Vesturbyggð og aðliggjandi lóðarhafa. Vanda skal við frágang eftir framkvæmdir, leggja áherslu á að hafa framkvæmdatímann sem stystan og í samráði við nærliggjandi hagsmunaaðila.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


15. Framkvæmdaleyfi. Strenglögn við Járnhól, Bíldudal.

Lagt fram erindi frá Orkubúi Vestfjarða, ódagssett. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar hverfisspennustöðvar og háspennulagnar frá jarðspennistöð sem staðsett er við afleggjara að Hóli á Bíldudal. Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir á 73. fundi sínum 11. júní 2020 og leggur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjavarðar og umsögn Vegagerðarinnar þar sem strengurinn mun þvera Bíldudalsveg.

Til máls tóku: IMJ.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim fyrirvörum sem skipulags- og umhverfisráð leggur til.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


16. Sumarleyfi bæjarstjórnar 2020

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 12. júní 2020 vegna sumarleyfis bæjarstjórnar Vesturbyggðar 2020.

Með vísan til 3. mgr. 8. gr. og 4. mgr. 32. gr. samþykktar um stjórn Vesturbyggðar nr. 371/2014, leggur forseti til að sumarfrí bæjarstjórnar verði frá 17. júní til og með 18. ágúst nk. og á þeim tíma hafi bæjarráð Vesturbyggðar heimild til fullnaðarafgreiðslu skv. 32. gr. samþykktar um stjórn Vesturbyggða. Næsti fundur bæjarstjórnar er 19. ágúst nk.

Til máls tóku: IMJ

Tillaga forseta er samþykkt samhljóða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


17. Sumarlokun 2020 - Ráðhús Vesturbyggðar

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 12. júní 2020 með tillögu að sumarlokun í ráðhúsi Vesturbyggðar 2020. Í minnisblaðinu er lagt til við bæjarstjórn að afgreiðsla ráðhússins verði lokuð í tvær vikur í sumar, frá og með 27. júlí til og með 7. ágúst 2020. Tilkynnt verði um lokunina á heimasíðu sveitarfélagsins og þar leiðbeint hvernig unnt er að hafa samband við sveitarfélagið á meðan lokun stendur.

Til máls tóku: IMJ.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir tillöguna.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fundargerð

18.

Lögð fram til kynningar fundargerð 896. fundar bæjarráðs sem haldinn var 2. júní 2020. fundargerðin er í 15 liðum.

Til máls tóku: IMJ

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


19.

Lögð fram til kynningar fundargerð 63. fundar fræðslu- og æskulýðsráðs sem haldinn var 10. júní 2020. Fundargerðin er í 5 liðum.

Til máls tóku: IMJ.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


20.

Lögð fram til kynningar fundargerð 31. fundar velferðarráðs sem haldinn var 11. júní 2020. Fundargerðin er í 4 liðum.

Til máls tóku: IMJ.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


21.

Lögð fram til kynningar fundargerð 73. fundar skipulags- og umhverfisráðs sem haldinn var 11. júní 2020. Fundargerðin er í 16. liðum.

Til máls tóku: IMJ.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


22.

Lögð fram til kynningar fundargerð 20. fundar hafna- og atvinnumálaráðs sem haldinn var 15. júní. Fundargerðin er í 8. liðum.

Til máls tóku: IMJ.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:18