Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #359

Fundur haldinn í Brellum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 28. apríl 2021 og hófst hann kl. 17:00

Nefndarmenn
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) formaður
  • Jörundur Garðarsson (JG) varamaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 359. fundar miðvikudaginn 28. apríl 2021 kl. 17:00 í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði.
Iða Marsibil Jónsdóttir setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.
Jón Árnason boðaði forföll í hans stað situr fundinn Jörundur Garðarsson.
Forseti bar undir fundinn að tekið verði fyrir afbrigði á dagskrá, liður 10 málsnr. 2002127 - Vesturbyggða - Aðalskipulag 2018-2035, fellur út af dagskrá þar sem hann er tvítekin, sama mál er líka undir lið 6 á dagskrá. Í stað liðar 10 sem fellur út kemur nýr dagskrárliður, málsnr. 2103038 - Auglýsing um ákvörðun ráðherra vegna neyðarstigs almannavarna af völdum Covid-19.
Samþykkt samhljóða.

Almenn erindi

1. Ársreikningur Vesturbyggðar 2020

Lagður fram til fyrri umræðu ársreikningur Vesturbyggðar og stofnana hans fyrir árið 2020 ásamt endurskoðunarskýrslu. Bæjarfulltrúar hafa fengið kynningu á niðurstöðum ársins 2020 ásamt endurskoðunarskýrslu frá endurskoðanda sveitarfélagins Haraldi Erni Reynissyni.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa ársreikningi 2020 til seinni umræðu.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Fjárhagsáætlun 2021 - viðaukar

Lagður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2021 áamt minnisblaði byggingafulltrúa. Viðaukinn er vegna vinnu við fornleifaskráningu tengslum við afgreiðslu aðalskipulags Vesturbyggðar. Kostnaður við fornleifaskráningu er áætlaður 3,5 milljónir og er viðaukanum mætt með lækkun á handbæru fé í A hluta.

Viðaukinn hefur þau áhrif á rekstrarniðurstöðu A og B hluta að hún fer úr 31 milljón króna tap í 34,5 milljón króna tap. Handbært fé lækkar um 3,5 milljónir í A og B hluta.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða.

Málsnúmer15

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Leikskólinn Araklettur - ráðning leikskólastjóra

Lögð fram bókun fræðslu- og æskulýðsráðs frá 70. fundi ráðsins 29. mars sl. þar sem lagt er til að Guðmunda Julia Valdimarsdóttir verði ráðin í starf leikskólastjóra leikskólans Arakletts á Patreksfirði.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir að ráða Guðmundu Juliu Valdimarsdóttur sem leikskólastjóra leikskólans Arakletts og felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs ásamt bæjarstjóra að ganga frá ráðningasamningi.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Hjúkrunarrými á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Patreksfirði

Lagður fram til staðfestingar samningur um nýbyggingu og endurbætur á hjúkrunarrýmum á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði.

Samkvæmt samningnum munu heilbrigðisráðuneytið og Vesturbyggð standa saman að byggingu og endurbótum á hjúkrunarrýmum á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði. Í niðurstöðu frumathugunnar Framkvæmdasýslu ríkisins frá mars 2021 er lagt til að byggja við stofnunina og gera endurbætur á hluta hennar. Í dag er heimilið með 11 hjúkrunarrýmum, þar eru fjögur einbýli, tvö tvíbýli og eitt þríbýli. Með stækkuninni verða 11 einbýli sem leysa munu öll tví- og þríbýli af hólmi.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn staðfestir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd Vesturbyggðar.

Málsnúmer16

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Vatnsveita Brjánslæk

Lagt fram erindi frá Jóhanni Pétri Ágústssyni dags. 22. febrúar 2021. Í erindinu er óskað eftir umsögn Vesturbyggðar vegna umsóknar um styrk til Matvælastofnunar um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til vatnsveitna á lögbýlum, þar sem landeigendur hyggjast leggja vatnsveitu að lögbýlinu Brjánslæk á Barðaströnd.

Bæjarráð tók málið fyrir á 918. fundi sínum 13. apríl sl. og bókaði að Vesturbyggð myndi ekki nýta heimild til starfrækslu vatnsveitu á svæðinu í samræmi við lög um vatnsveitur sveitarfélaga.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn staðfestir bókun bæjarráðs.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Vesturbyggð - Aðalskipulag 2018-2035

Lögð fram tillaga að endurskoðuðu Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035. Tillagan var forkynnt skv. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í lok árs 2020 og kynnt á íbúafundi 9. febrúar 2021.

Tillagan hefur verið send til umsagnaraðila og umsagnir liggja fyrir frá eftirfarandi aðilum: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Náttúrufræðistofnun Íslands, Samgöngustofu, Vegagerðinni, Breiðafjarðarnefnd, Fiskistofu, Minjastofnun, Umhverfisstofnun, Landgræðslunni, Tálknafjarðarhreppi og Veðurstofu Íslands. Fyrir liggur samantekt skipulagsfulltrúa á innsendum umsögnum og mögulegum viðbrögðum.

Skipulagsstofnun hefur heimilað auglýsingu á tillögunni, með bréfi dagsett 25. mars sl. þegar tekið hefur verið tillit til athugasemda stofnunarinnar eða að tillagan verði auglýst með athugasemdum Skipulagsstofnunar. Skipulags- og umhverfisráð og bæjarráð leggja til við bæjarstjórn að tillagan og umhverfisskýrsla verði auglýst skv. 31. gr skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt athugasemdum skipulagsstofnunar.

Til máls tóku: Forseti og FM

Bæjarstjórn samþykkir að auglýsa tillöguna og umhverfisskýrsluna ásamt athugasemdum Skipulagsstofnunar í samræmi við 31. gr. skipulagslaga.

Málsnúmer17

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Hitaveita Krossholti

Tekið fyrir minnisblað um nýtingu á heitu vatni á Krossholtum, þar sem farið er yfir upplýsingar sem komu fram á fundi sveitafélagsins með Orkustofnun 11. mars sl. Í samræmi við fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2020 er fyrirhuguð lokun á veitingu heits vatns í fasteignir á Krossholtum þann 1. júní nk. Með vísan til nýrra upplýsinga frá Orkustofnun lagði bæjarráð til á 919. fundi sínum 26. apríl sl. að lokun fyrir veitingu heits vatns á Krossholtum verði frestað um ótilgreindan tíma á meðan sveitarfélagið sækir um nýtingaleyfi til Orkustofnunar og vinnur áfram að málinu.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að lokun hitaveitu verði frestað og felur bæjarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs umboð til að sækja um nýtingarleyfi til Orkustofnunar, ásamt því að tilkynna fasteignaeigendum um frestun lokunar á meðan unnið sé í málinu. Þegar frekari upplýsingar liggi fyrir vegna nýtingarleyfisins verði málið tekið til umræðu að nýju í bæjarstjórn.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Útboð á sorphirðu fyrir Vesturbyggð

Lögð fram drög að útboðs- og verklýsingu vegna sorphirðu og förgunar í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi. Verkefnið fellst í söfnun úr heimilissorpi, lífrænu og endurvinnslutunnum við öll heimili í sveitarfélögunum tveimur, auk reksturs gámasvæða í þéttbýli og gámavalla í dreifbýli. Útboðs- og verklýsing tekur mið af áherslum stjórnvalda um hringrásarhagkerfið, Þar sem leggja skal áherslu á að urðun sorps verði hætt á komandi árum ásamt aukinni flokkun og endurnýtingu á úrgangi frá heimilum og fyrirtækjum.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að fela bæjarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs ásamt vinnuhópi sveitarfélaganna að ganga frá útboðs- og verkefnalýsingunni fyrir hönd Vesturbyggðar.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Efnisvinnsla Tagl - umsókn um framkvæmdaleyfi.

Erindi frá Vegagerðinni, dags. 16. apríl 2021. Í erindinu er óskað eftir heimild til efnistöku í námu við Tagl á Bíldudal, alls um 20.000 m3. Erindinu fylgir afstöðumynd af námunni sem og tölvupóstur frá jarðfræðingi Vegagerðarinnar. Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn Vesturbyggðar á 83. fundi sínum 21. apríl sl. að gefið verði út endurnýjað framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna efnisvinnslu í Tagli fyrir allt að 49.000m3, þar sem um er að ræða námu sem þegar er opin og umfangið þannig að hún er ekki háð umhverfismati. Bæjarráð heimilaði á 919. fundi sínum, 26. apríl sl. að heimila sölu á efni úr námunni til Vegagerðarinnar.

Til máls tóku: Forseti, JG og FM

JG lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ekki skal heimila efnistöku í Taglinu umfram þá 49.000 rúmmetra sem nú eru til staðfestingar. Að þeirri efnistöku lokinni verði gengið frá svæðinu til framtíðar. Ég legg til að hafin verði þegar í stað undirbúningur að opnun sambærilegrar námu innan Vesturbyggðar á hentugri stað, enda er efnistaka þarna umdeild"

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisráðs að gefið verði út endurnýjað framkvæmdaleyfi fyrir allt að 49.000 m3 vegna efnisvinnslu í Tagli skv. 13. gr. Skipulagslaga og hafin verði skoðun á því hvort hægt sé að finna hentugri stað til efnistöku á sambærilegu efni innan Vesturbyggðar.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Auglýsing um ákvörðun ráðherra vegna neyðarstigs almannavarna af völdum Covid-19

Lögð fram auglýsing nr. 534/2021 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, með vísan til 3. mgr. 131. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011. Samkvæmt auglýsingunni veitir ráðherra sveitarstjórnum tímabundna heimild til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga, svo sveitarstjórn sé starfhæf.
Lögð fram tillaga að tímabundinni heimild til breytinga á fyrirkomulagi funda bæjarstjórnar Vesturbyggðar og fastanefndum Vesturbyggðar, heimildin gildir til 31. júlí 2021.

Til máls tók: Forseti og FM.

Lagt er til að svo tryggja megi starfhæfi bæjarstjórnar Vesturbyggðar og til að auðvelda ákvarðanatöku að heimilt verði að notast við fjarfundabúnað á fundum bæjarstjórnar og hjá fastanefndum Vesturbyggðar. Engin takmörk verði á fjölda fundarmanna sem tekið geta þátt í fundum bæjarstjórnar og nefnda í fjarfundabúnaði. Einnig samþykkir bæjarstjórn Vesturbyggðar að ritun fundargerða fari í þeim tilfellum fram með öðrum hætti en mælt er fyrir um í leiðbeiningum innanríkisráðuneytisins um ritun fundargerða nr. 22/2013, frá 15. janúar 2013. Fundargerð skal deilt með öllum fundarmönnum á skjá við lok fundar og lesin yfir, hún skal svo send fundarmönnum til staðfestingar í tölvupósti eða undirrituð með rafrænum hætti.

Samþykkt samhljóða

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Dalbraut 30. Umsókn um leyfi fyrir bílskúr og lóðarstækkun.

Lagt fram erindi frá Lása ehf. dags. 11. apríl. Í erindinu er sótt um leyfi fyrir byggingu 60m2 bílskúrs SV við íbúðarhúsið að Dalbraut 30 og samsvarandi lóðarstækkun um 5 m til SV. Skipulags- og umhverfisráð tók jákvætt í erindið á 83. fundi sínum 21. apríl sl. og lagði til við bæjarstjórn að lóðin yrði stækkuð.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða stækkun lóðar að Dalbraut 30 um 5 m til SV.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Dufansdalur-Efri land 2, Ósk um stofnun lóðar

Lagt fram erindi frá Guðrúnu I. Halldórsdóttur og Brynhildi Halldórsdóttur ódags. Í erindinu er óskað eftir stofnun 11,7ha lóðar úr Dufansd. Efri land 2. Nýja lóðin skal heita Dufansdalur fremri. Erindinu fylgir lóðaruppdráttur sem og umsóknareyðublað. Skipulags- og umhverfisráð lagði til á 83. fundi sínum að stofnun lóðarinnar verði samþykkt.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða stofnun lóðarinnar Dufansdalur fremri.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13. Dalbraut 43, Bíldudal. Ósk um endurnýjun lóðarleigusamnings.

Lagt fram erindi frá Landsbankanum hf. dags. 25. mars 2021. Í erindinu er sótt um endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Dalbraut 43 á Bíldudal. Erindinu fylgir lóðaruppdráttur. Skipulags- og umhverfisráð lagði til á 83. fundi sínum að lóðaleigusamningurinn yrði samþykktur.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða endurnýjun lóðaleigusamnings fyrir Dalbraut 43 á Bíldudal.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14. Umsókn um leyfi fyrir tímabundnu húsnæði við Völuvöll.

Forseti vék af fundi og fól varaforseta stjórn fundarins.

Lögð fram umsókn frá Arnarlax um leyfi fyrir tímabundnu húsnæði við Völuvöll. Erindið var tekið fyrir á 81. fundi skipulags- og umhverfisráðs þar sem samþykkt var að gera óverulega breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018. Skipulagsstofnun heimilaði óverulega breytingu á aðalskipulagi með afgreiðslubréfi, dagsett 10. mars 2021 en áður unnt er að staðfesta breytinguna í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga þurfi að liggja fyrir yfirlýsing frá hagsmunaaðilum á svæðinu um að þeir geri ekki athugasemd við staðsetningu tímabundins húsnæðis á svæðinu. Breytingartillagan ásamt upplýsingum um áformin voru send til stjórnar Golfklúbbs Bíldudals, landeiganda jarðarinnar Litlu-Eyrar og fræðslu- og æskulýðsráðs Vesturbyggðar sem allir skiluðu umsögnum. Skipulags- og umhverfisráð lagði til að bæjarstjórn staðfesti óverulega breytingu á aðalskipulagi en vakti athygli bæjarstjórnar á því að tryggja þurfi aðkomu að svæðinu. Skipulags- og umhverfisráð lagði til að skipulagsfulltrúa yrði falið að senda óverulega breytingu ásamt umsögnum til Skipulagsstofnunar skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga, og vakti athygli bæjarstjórnar á því að tryggja þarf aðkomu að svæðinu sbr. athugasemd landeigenda Litlu-Eyrar.

Þá ítrekar ráðið að um tímabundna ráðstöfun sé að ræða og leggur til að í samningi um svæðið verði ákvæði um að Arnarlax skuli skila inn áætlun innan eins árs frá dagsetningu samningsins um hvernig Arnarlax hyggist mæta þeirri húsnæðisþörf til framtíðar sem tímabundna húsnæðinu er ætlað að mæta.

Til máls tóku: Varaforseti og FM

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að senda óverulega breytingu ásamt umsögnum til Skipulagsstofnunar skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga. Unnið verði með Arnarlax að tryggja aðkomu að svæðinu. Bæjarstjórn ítrekar að um byggingarleyfisskylda framkvæmd er að ræða og verður byggingaleyfi ekki veitt fyrr en gengið hafi verið frá samkomulagi við Arnarlax um skilyrði fyrir svæðinu, þar sem áhersla verði lögð á að vanda til verka við ásýnd og uppsetningu aðstöðunnar og náið samráð verði við Vesturbyggð um útfærsluna. Í samkomulaginu skal tilgreina stærð svæðisins, umfang mannvirkja, íbúafjölda, inniviði, tímalengd notkunar, frágang svæðis á notkunartíma og að notkunartíma loknum, þar sem leyfið er eingöngu veitt til þriggja ára. Þá tekur bæjarstjórn undir með skipulags- og umhverfisráði þá kröfu að Arnarlax skili inn áætlun innan eins árs frá dagsetningu samningsins um það hvernig Arnarlax hyggst mæta þeirri húsnæðisþörf til framtíðar sem tímabundna húsnæðinu er ætlað að mæta.

Varaforseti afhenti fundarstjórnina aftur til forseta.

Málsnúmer8

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


15. Orlofsbyggðin Flókalundi - Deiliskipulag

Tekin fyrir lýsing á deiliskipulagi Orlofsbyggðar Flókalundar, dagsett í mars 2021.

Innan skipulagssvæðisins eru alls fimmtán hús, þrettán þeirra eru orlofshús, eitt þjónustuhús fyrir sundlaug og loks þjónustuhús fyrir starfsemi orlofsbyggðarinnar.
Markmið stjórnar orlofsbyggðarinnar er að fjölga orlofshúsum á svæðinu um u.þ.b. 15 hús, ásamt því að gera ráð fyrir stækkun þjónustu- og sundlaugarhúsum. Skipulags- og umhverfisráð tók málið fyrir á 83. fundi sínum 21. apríl sl. og fól skipulagsfulltrúa að óska umsagnar og auglýsa lýsinguna skv. 40 gr. skipulagslaga nr.123/2010 með fyrirvara um samþykki landeigenda.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn staðfestir bókun skipulags og umhverfisráðs.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


16. Umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar á lögbýlinu Fossá m.Hamri Barðaströnd

Lagt fram erindi Bjarna Össurarsonar Rafnar og Sigrúnar Þorgeirsdóttur dags. 1. október 2020 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi til skógræktar í landi Fossár (landnúmer 139798) á 21.5 ha svæði. Meðfylgjandi erindinu er hnitsettur uppdráttur, fornleifaskráning og umsögn Minjavarðar.

Skógræktarsvæðið var áður nýtt sem beitiland en búskapur hefur ekki verið á jörðinni í fjölda ára. Svæðið er ekki á náttúruminjaskrá eða nýtur sérstakrar verndar skv. lögum um náttúruvernd. Alls voru skráðir 19 stakir minjastaðir innan og skammt utan svæðisins. 13 þeirra eru búsetuminjar jarðarinnar Fossár og 6 tengjast leið yfir Fossárháls. 17 minjar eru sýnilegar og 2 eru heimildir um minjar. Svæðið sem um ræðir er á Öskjudal, milli Bóllækjar og Öskjudalsár, ofan núverandi þjóðvegar. Sérstök aðgát skal höfð við framkvæmdir og rask í nágrenni skráðra fornleifa og ofangreindir minjastaðir njóta 15 metra friðhelgs svæðis við hverskonar framkvæmdir skv. lögum um menningarminjar nr. 80/2012.

Framkvæmdin er í samræmi við gildandi aðalskipulag Vesturbyggðar 2006-2018 þar sem svæðið er skilgreint sem landbúnaðarland og heimilt að vera með skógrækt.

Skipulags- og umhverfisráð tók málið fyrir á 83. fundi sínum 21. apríl sl. og samþykkti að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn staðfestir bókun skipulags og umhverfisráðs.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


17. Þróunarþorpið á Vatneyri

Lögð fram tillaga Vestfjarðastofu og Vesturbyggðar um samstarfsverkefni um Þróunarþorp á Vatneyri. Þorpið næði frá Aðalstræti 9 Patreksfirði, niður að gömlu smiðjunni og þaðan að Verbúðinni. Tilgangur verkefnisins er að efla og glæða Vatneyrina á Patreksfirði lífi þar sem saman fléttast menning, útivist, nýsköpun og önnur starfsemi. Mótaðar hugmyndir og framtíðarsýn Vatneyrar sem nýta má til að byggja upp svæðið og ímynd. Bæjarráð lagði til á 919. fundi sínum að Vesturbyggð taki þátt í samstarfsverkefninu.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að taka þátt í samstarfsverkefninu um þróunarþorpið á Vatneyri.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fundargerð

18.

Lögð er fram til kynningar fundargerð 917. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 23. mars 2021. Fundargerðin er í 18 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


19.

Lögð er fram til kynningar fundargerð 70. fundar fræðslu- og æskulýðsráðs, fundurinn var haldinn 29. mars 2021. Fundargerðin er í 11 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


20.

Lögð er fram til kynningar fundargerð 918. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 13. apríl 2021. Fundargerðin er í 14 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


21.

Lögð er fram til kynningar fundargerð 15. fundar menningar- og ferðamálaráðs, fundurinn var haldinn 13. apríl 2021. Fundargerðin er í 5 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


22.

Lögð er fram til kynningar fundargerð 30. fundar hafna- og atvinnumálaráðs, fundurinn var haldinn 19. apríl 2021. Fundargerðin er í 6 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


23.

Lögð er fram til kynningar fundargerð 83. fundar skipulags- og umhverfisráðs, fundurinn var haldinn 21. apríl 2021. Fundargerðin er í 13 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


24.

Lögð er fram til kynningar fundargerð 919. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 26. apríl 2021. Fundargerðin er í 25 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:46