Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #381

Fundur haldinn í Brellum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 15. mars 2023 og hófst hann kl. 19:00

Nefndarmenn
  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Friðbjörn Steinar Ottósson (FSO) aðalmaður
  • Guðrún Eggertsdóttir (GE) aðalmaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Einar Helgason (EH) varamaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Hljóðupptaka
00:00 / 00:00

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 381. fundar miðvikudaginn 15. mars 2023 kl. 19:00 í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði.
Jón Árnason forseti setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.
Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir boðaði forföll, í hennar stað situr fundinn Einar Helgason.

Almenn erindi

1. Skýrsla bæjarstjóra

Bæjarstjóri Vesturbyggðar fór yfir helstu verkefni síðustu vikna.

Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri.

Málsnúmer16

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Dagforeldrar í Vesturbyggð; Patreksfjörður

Lagðar fyrir tímabundnar reglur um dagforeldra á Patreksfirði. Reglurnar voru teknar fyrir á 84. fundi fræðslu- og æskulýðsráðs þar sem þær voru samþykktar og vísað áfram til bæjarstjórnar til staðfestingar.

Til máls tóku:Forseti og bæjarstjóri.

Bæjarstjórn staðfestir reglurnar sammhljóða.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Umsókn um framkvæmdarleyfi á virkjun í landi Vesturbotns

Lagt fyrir erindi frá Golfklúbbi Patreksfjarðar dags. 6. febrúar 2023. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir heimavirkjun í landi Vesturbotns, Patreksfirði. Áætluð stærð er um 10kW, steypt inntaksmannvirki verður í Botnsá, 3m x 1,5m og 110mm plastlögn frá
inntaki niður í stöðvarhús sem staðsett verður við Golfskálann. Lengd lagnar er um 1200m og er áformað að leggja hana samhliða vegslóða sem liggur með ánni. Erindinu fylgir yfirlitsmynd unnin af Verkís, dags. 19. janúar 2023.

Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir á fundi 103. sínum þar sem það gerði ekki athugasemd við veitingu framkvæmdaleyfis og vísaði málinu áfram til bæjarráðs. Bæjarráð samþykkti sem landeigandi að Golfklúbbi Patreksfjarðar verði heimilt að virkja Botnsá líkt og fram kemur í umsókninni og vísaði málinu áfram til bæjarstjórnar.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir samhljóða erindið og felur skipulagsfulltrúa að veita framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Fjárhagsáætlun 2023 - viðaukar

Lagður fyrir viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2023 ásamt minnisblaði sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Bæjarstjórn hafði áður samþykkt viðauka við fjárhagsáætlun til að koma til móts við þarfir foreldra sem ekki koma börnum sínum inn á leikskóla vegna plássleysis með því að koma á laggirnar aðstöðu fyrir dagforeldra. Þar sem ekki tókst að fá dagforeldra að verkefninu var tekið til þess ráðs að stofna tímabundið deild við leikskólann Araklett í því húsnæði sem áætlað var fyrir starfssemina. Vegna þessa er ekki þörf fyrir fjármunina sem samþykkt hafði verið með viðauka fyrir dagforeldra og óskað eftir því að fjármagnið verði fært til baka undir Araklett þar sem það verður nýtt fyrir starfssemina þar.

Viðaukinn hefur hvorki áhrif á rekstrarniðurstöðu né handsbært fé.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða.

Málsnúmer10

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Starfshópur um samstarfs í velferðarþjónustu meðal sveitarfélaga á Vestfjörðum

Á 380. fundi bæjarstjórnar Vesturbyggðar var tillaga um að samningur yrði gerður við Ísafjarðarbæ um að vera leiðandi sveitarfélag vegna barnaverndarþjónustu og þjónustu við fatlað fólk tekið til fyrri umræðu og vísað til síðari umræðu.

Bæjarstjórn staðfestir eftirfarandi bókun frá 380. fundi bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórn Vesturbyggðar tekur vel í tillögu um að samningur verði gerður við Ísafjarðarbæ um að vera leiðandi sveitarfélag vegna barnaverndarþjónustu og þjónustu við fatlað fólk. Bæjarstjórn telur að breytingin á starfseminni geti bætt þjónustu við íbúa og nýtt mannauð og fagþekkingu starfsfólks sveitarfélaganna betur. Bæjarstjórn leggur áherslu á að um mikilvæga þjónustu er að ræða í starfi sveitarfélaga og varðar íbúa sveitarfélagsins beint. Leiðandi sveitarfélag verður að geta þjónað íbúum vel á hagkvæman og skilvirkan hátt innan ramma laganna. Bæjarstjórn gleggur áherslu á að verklag, verkferlar og umsýsla í tengslum við málaflokkana sé eins skýr og auðið er við upphaf þjónustunnar, sem og aðkoma aðildar sveitarfélaganna. Enn fremur telur bæjarstjórn mikilvægt að samningurinn milli sveitarfélaganna verði endurskoðaður innan árs frá gildistöku hans og að aðkoma allra aðildar sveitarfélaga verði tryggð að þeirri vinnu.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir að fara í samstarf í formi leiðandi sveitarfélags um sérhæfða velferðarþjónustu á Vestfjörðum þar sem Ísafjarðarbær mun taka að sér að vera leiðandi sveitarfélag. Með sérhæfðri velferðarþjónustu er átt við framkvæmd og rekstur barnaverndarþjónustu sbr. barnaverndarlög nr. 80/2002 og þjónustu við fatlað fólk skv. lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991.

Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að útfæra nánar fyrirliggjandi drög að samningi um samstarf sveitarfélaganna í samráði við sveitarstjóra annarra sveitarfélaga sem einnig hafa samþykkt umrætt samstarf. Bæjarstjóra er einnig falið að undirrita samninginn að lokinni þeirri vinnu og leggja fyrir bæjarstjórn til staðfestingar."

Til máls tók: Forseti

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer11

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Útboð á almenningssamgöngum

Ríkiskaup, fyrir hönd Vesturbyggðar, Tálknafjarðarhrepps, Arnarlax hf. og Héraðssambandsins Hrafnaflóka, óskuðu eftir tilboðum í akstur á milli þéttbýliskjarnanna Patreksfjarðar, Tálknafjarðar og Bíldudals, með útboði sem birt var 9. janúar 2023. Útboðið var yfir EES viðmiðum og því útboðið því birt öllum á EES svæðinu. Um er að ræða þjónustusamning til þriggja ára.

Útboðið var opnað 16. febrúar og bárust 3 tilboð. Þann 3. mars 2023 var tilkynnt val tilboðs og 14. mars tilkynnt um hvern yrði samið, að liðnum lögmætum biðtíma.
Útboðið var unnið í samræmi við lög nr. 120/2016 um opinber innkaup og innkaupareglur Vesturbyggðar, samþykktar 15. desember 2021.
Bæjarstjóri gengur til samninga við Gerðum-Útgerð um upphaf aksturs og þakkar í leiðinni Smá Von ehf. fyrir þjónustuna síðustu ár.

Til máls tóku: Forseti og GE

Samþykkt með 6 atkvæðum GE situr hjá við atkvæðagreiðslu.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Strandgata 9 - umsókn um lóð

Tekið fyrir erindi frá Rebekku Hilmarsdóttur, dags. 5 febrúar 2023. Í erindinu er sótt um byggingarlóðina að Strandgötu 9, Patreksfirði. Lóðin er skv. deiliskipulagi 256 m2 og ætluð undir einbýli/tvíbýli.

Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn að úthlutunin verði samþykkt.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir úthlutun lóðarinnar samhljóða.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Brjánslækur, umsókn um stofnun lóðar.

Erindi frá Ríkiseignum, dags. 7. mars 2023. Í erindinu er óskað eftir stofnun lóðar úr landi Brjánslækjar, L139787. Ný lóð ber heitið Brjánslækur 3 og er 1125m2.

Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða stofnun lóðarinnar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fundargerð

9.

Lögð fram til kynningar fundargerð 45. fundar velferðaráðs, fundurinn var haldinn 9. febrúar 2023. Fundargerð er í 2 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10.

Lögð fram til kynningar fundargerð 46. fundar velferðaráðs, fundurinn var haldinn 9. mars 2023. Fundargerð er í 3 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11.

Lögð fram til kynningar fundargerð 957. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 22. febrúar 2023. Fundargerð er í 15 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12.

Lögð fram til kynningar fundargerð 958. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 7. mars 2023. Fundargerð er í 15 liðum.

Til máls tóku: Forseti, ÞSÓ, GE og bæjarstjóri.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13.

Lögð fram til kynningar fundargerð 104. fundar skipulags og umhverfisráðs, fundurinn var haldinn 8. mars 2023. Fundargerð er í 6 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14.

Lögð fram til kynningar fundargerð 147. fundar hafna- og atvinnumálaráðs, fundurinn var haldinn 8. mars 2023. Fundargerð er í 5 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:55