Bókun­ar­kerfi félags­heimila

Öll félags­heimili sveit­ar­fé­lagsins eru komin í bókun­ar­kerfi Noona. Fram­vegis fara allar bókanir þar í gegn. Reikna má með smávægi­legum hnökrum á meðan kerfið er fínstillt.

Menningar- og ferðamálafulltrúi

VMÞ

muggsstofa@vesturbyggd.is/+354 450 2335

Mark­miðið með upptöku bókun­ar­kerfis er notenda­vænna ferli við bókun félags­heim­il­anna. Kerfið auðveldar og einfaldar leigj­endum að bóka, afbóka og breyta bókunum og gefur betra yfirlit yfir bókun­ar­stöðu eftir dögum og verð.

Athygli er vakin á því að verðið sem gefið er upp við bókun er með fyrir­vara um breyt­ingar. Sé til dæmis óskað eftir auka­þjón­ustu, svo sem kaffi á fundum eða uppröðun/frágangi, verður því bætt við reikn­inginn sem leigj­andinn fær. Þá mun upphæð leigu miðast við gjald­skrá Vest­ur­byggðar á leigu­degi, en gjald­skráin er uppfærð um hver áramót. Það þýðir að bóki leigj­andi félags­heimili fyrir áramót en leigu­dag­urinn er eftir áramót miðast leigan við leigudag en ekki þann dag sem bókað er.

Leigj­endur eru eindregið hvattir til að koma ábend­ingum og hugmyndum að betr­um­bæt­ingum á fram­færi við menn­ingar- og ferða­mála­full­trúa. Eins geta leigj­endur haft samband við forstöðu­menn á vinnu­tíma um hvað sem er tengt kerfinu og félags­heim­il­unum.


Hvernig bóka ég félagsheimili?

  1. Ferð á Noona.is og leitar að því félags­heimili sem þú vilt bóka hjá. Athugið að Vind­heimar eru undir félags­heimili Tálkna­fjarðar.
  2. Ýtir á Bóka tíma
  3. Fyllir inn þínar persónu­upp­lýs­ingar
  4. Velur þann flokk sem þú vilt bóka, t.d. Leiga á stóra sal, Leiga á anddyri eða Eldhús.
  5. Velur þá þjón­ustu sem þú vilt bóka, t.d. Stórd­ans­leikur, Stærri viðburðir eða Minni viðburðir.
  6. Velur þann dag sem þú vilt bóka. Athugið að kerfið er yfir­leitt sjálf­krafa stillt kl. 07:00, leigj­endur þurfa ekki að breyta því þótt þeir þurfi húsið ekki kl. 07:00. Eins er lengd bókun­ar­innar stillt sjálf­krafa og leigj­endur þurfa ekki að spá í það.
  7. Athugar hvort þínar upplýs­ingar séu réttar.
  8. Svarar bókun­ar­spurn­ingu ef hana ber upp á þessu skrefi. Dæmi um spurn­ingar sem leigj­endur geta verið beðnir um að svara:
    – Óskar þú eftir að nota skjáv­arpa og skjáv­ar­pa­tjald?
    – Hver er ráðgerður fjöldi á viðburð­inum?
    – Hvenær viltu fá húsið afhent og skila því af þér?
  9. Velur hvort þú bætir við athuga­semd til forstöðu­manns. Þar má taka fram sérþarfir leigj­enda og bera upp spurn­ingar.
  10. Stað­festa bókun.
  11. Þegar leigj­andi hefur sent inn beiðni um bókun bíður bókunin stað­fest­ingar forstöðu­manns. Leigj­andi fær tölvu­póst þegar leigan hefur verið stað­fest. Athugið að forstöðu­menn svara bókunum aðeins á hefð­bundnum vinnu­tíma.

Spurt og svarað

Almennt

  • Hvað er hægt að bóka með löngum fyrir­vara?

    Með 52ja vikna fyrir­vara. Vinsam­legast hafið samband við forstöðu­mann ef þið óskið eftir að bóka lengra fram í tímann.

  • Hvað gerist eftir að ég bóka?

    Þú færð stað­fest­ingu í tölvu­pósti, SMS og Noona-appinu. Forstöðu­maður félags­heim­il­isins fær einnig tilkynn­ingu og bíður bókunin samþykkis hans.

  • Get ég breytt eða afbókað í kerfinu?

    Já, þú getur gert það í gegnum Noona með sólar­hrings fyrir­vara.

  • Ég á nú þegar bókun í félags­heimili sem er ekki enn komið að. Þarf ég að bóka aftur og þá í gegnum kerfið?

    Nei, ef þú hafðir bókað fyrir 29. október 2025 er bókunin til hjá okkur og þarf ekki að leggja inn aftur.

  • Hvar finn ég upplýs­ingar um bókunina sem ég gerði í kerfinu?

    Þú getur fundið þær í tölvu­pósti, aðgang­inum þínum á Noona og í SMS-i frá Noona.

  • Mér finnst erfitt að meta hvort að viðburð­urinn minn teljist stórd­ans­leikur, stærri viðburður eða minni viðburður. Hvað á ég að gera?

    Upplýs­ingar um hvers konar viðburðir eiga við hvern flokk birtast í kerfinu sjálfu en þú getur líka spurt forstöðu­mann.

  • Get ég bókað fyrir hönd annars aðila?

    Já, áður en bókun er stað­fest getur þú valið Bóka fyrir annan en mig og slegið upplýs­ingar viðkom­andi inn.

  • Get ég bókað fleiri en einn dag í einu?

    Nei, það er því miður ekki hægt eins og er. Þú getur annað hvort haft samband við forstöðu­mann til að lengja leiguna eða sett inn aðra bókun fyrir annan dag.

  • Hvernig virkar afhending hússins?

    Yfir­leitt opnar forstöðu­maður húsið fyrir þér á fyrir­fram­greindum tíma, í öðrum tilfellum hefur hann samband við þig um afhend­ingu.

Verð

  • Eru verðin þau sömu og áður?

    Já, verðin fara eftir gjald­skrá Vest­ur­byggðar á leigu­degi.

  • Hvernig fer greiðsla fram?

    Líkt og áður fær leigj­andi reikning frá sveit­ar­fé­laginu eftir að leigu lýkur.

  • Ég ætla að bóka félags­heimili fyrir eigenda­félag/sjálf­boða­liða­félag sem á rétt á afslætti skv. gjald­skrá. Hvernig get ég fengið afsláttinn?

    Við bókun setur þú inn kenni­tölu félagsins og þá ætti afslátt­urinn að koma inn sjálf­krafa.

 

Aðstoð

  • Ég þarf aðstoð við að bóka í gegnum kerfið. Við hvern á ég að hafa samband?

    Vinsam­legast hafðu samband við forstöðu­mann félags­heim­il­isins á vinnu­tíma.

  • Ég þarf að hafa samband við forstöðu­mann, hvernig á ég að hafa samband?

    Netföng og síma­númer forstöðu­manna má nálgast á undir­síðum félags­heim­il­anna.


Gjaldskrá

Félagsheimili Patreksfjarðar
Stórdansleikir (skemmtun eða borðhald fyrir dansleik)skiptið*106.740 kr.
Stærri menningarviðburðir og stærri veislurskiptið*93.084 kr.
Minni menningarviðburðir, fjölskyldusamkomur og fundirskiptið*36.000 kr.
Frágangur og uppröðun í salskiptið54.000 kr.
Langtímaleigasólahringur53.370 kr.
Eldhúsaðstaðaskiptið (hámark 6 klst.)15.000 kr.
Stólar og borð úr félagsheimilipr. stóll eða borð800 kr.
Kaffi á fundumsamkomulag0
Fundarsalurskiptið*20.000 kr.
Aðildarfélög félagsheimilis Patreksfjarðar fá 50% afslátt af leigu.
*Helgar: miðað við að húsið sé afhent seinnipart föstudags og skilað í hádegi á sunnudegi. Annars nánara samkomulag við forstöðumann.
Félagsheimili Patreksfjarðar - minni salur/anddyri
Stórdansleikir (skemmtun eða borðhald fyrir dansleik)skiptið*71.160 kr.
Stærri menningarviðburðir og stærri veislurskiptið*52.000 kr.
Minni menningarviðburðir, fjölskyldusamkomur og fundirskiptið*20.000 kr.
Frágangur og uppröðun í salskiptið31.070 kr.
Langtímaleigasólarhringur30.907 kr.
Eldhúsaðstaðaskiptið (hámark 6.klst.)15.000 kr.
Stólar og borð úr félagsheimilipr. stóll eða borð800 kr.
Kaffi á fundumsamkomulag0
Aðildafélög félagsheimilis Patreksfjarðar fá 50% afslátt af leigu.
*Helgar: miðað við að húsið sé afhent seinnipart föstudags og skilað í hádegi á sunnudegi. Annars nánara samkomulag við forstöðumann.
Hljóðkerfi FHP
Stóra hljóðkerfiðm. vsk.69.112 kr.
Hljóðkerfi með 4 mónitorumm. vsk.34.619 kr.
Hljóðkerfi með 2 mónitorumm. vsk.17.368 kr.
Innifalið í „pökkum“ eru míkrafónar, mixer, snúrur, standur og þess háttar.
Baldurshagi
Stórdansleikirskiptið*88.950 kr.
Stærri menningarviðburðir og stærri veislurskiptið*77.570 kr.
Minni menningarviðburðir, fjölskyldusamkomur og fundirskiptið*30.000 kr.
Langtímaleigasólarhringur44.475 kr.
Anddyriskiptið*19.463 kr.
Eldhúsaðstaðaskiptið5.000 kr.
Stólar og borð úr félagsheimilinupr. stóll eða borð800 kr.
Kaffi á fundumsamkomulag0
Frágangur og uppröðun í salskiptið45.000 kr.
Sjálfboðaliðafélög á Bíldudal fá 20% afslátt af leigu.
*Helgar: miðað við að húsið sé afhent seinnipart föstudags og skilað í hádegi á sunnudegi. Annars nánara samkomulag við forstöðumann.
Birkimelur
Stórdansleikirskiptið*71.160 kr.
Stærri menningarviðburðir og stærri veislurskiptið*62.056 kr.
Minni menningarviðburðir, fjölskyldusamkomur og fundirskiptið*24.000 kr.
Almennir hópar sólarhringsleigaá mann3.615 kr.
Skóla- og íþróttahópar sólarhringsleigaá mann1.100 kr.
Langtímaleigaá sólarhring35.580 kr.
Eldhúsaðstaðaskiptið2.142 kr.
Stólar og borð úr félagsheimilipr. stóll eða borð800 kr.
Kaffi á fundumsamkomulag0
Frágangur og uppröðun í salskiptið36.000 kr.
Aðildarfélög félagsheimilisins á Birkimel fá 50% afslátt af leigu.
*Helgar: miðað við að húsið sé afhent seinnipart föstudags og skilað í hádegi á sunnudegi. Annars nánar samkomulag við forstöðumann.
Félagsheimili Tálknafjarðar
Stórdansleikirskiptið*88.950 kr.
Stærri menningarviðburðir og stærri veislurskiptið*77.570 kr.
Minni menningarviðburðir, fjölskyldusamkomur og fundirskiptið*30.000 kr.
Langtímaleigasólarhringur44.475 kr.
Eldhúsaðstaðaskiptið5.000 kr.
Stólar og borð úr félagsheimilipr. stóll eða borð800 kr.
Kaffi á fundumsamkomulag0
Frágangur og uppröðun í salskiptið45.000 kr.
Sjálfboðaliðafélög á Tálknafirði fá 20% afslátt af leigu.
*Helgar: miðað við að húsið sé afhent seinnipart föstudags og skilað í hádegi á sunnudegi. Annars nánar samkomulag við forstöðumann.
Vindheimar
Fundirskiptið10.450 kr.
Samkomurskiptið*20.900 kr.
*Helgar: miðað við að húsið sé afhent seinnipart föstudags og skilað í hádegi á sunnudegi. Annars nánar samkomulag við forstöðumann.