Bókunarkerfi félagsheimila
Öll félagsheimili sveitarfélagsins eru komin í bókunarkerfi Noona. Framvegis fara allar bókanir þar í gegn. Reikna má með smávægilegum hnökrum á meðan kerfið er fínstillt.
Markmiðið með upptöku bókunarkerfis er notendavænna ferli við bókun félagsheimilanna. Kerfið auðveldar og einfaldar leigjendum að bóka, afbóka og breyta bókunum og gefur betra yfirlit yfir bókunarstöðu eftir dögum og verð.
Athygli er vakin á því að verðið sem gefið er upp við bókun er með fyrirvara um breytingar. Sé til dæmis óskað eftir aukaþjónustu, svo sem kaffi á fundum eða uppröðun/frágangi, verður því bætt við reikninginn sem leigjandinn fær. Þá mun upphæð leigu miðast við gjaldskrá Vesturbyggðar á leigudegi, en gjaldskráin er uppfærð um hver áramót. Það þýðir að bóki leigjandi félagsheimili fyrir áramót en leigudagurinn er eftir áramót miðast leigan við leigudag en ekki þann dag sem bókað er.
Leigjendur eru eindregið hvattir til að koma ábendingum og hugmyndum að betrumbætingum á framfæri við menningar- og ferðamálafulltrúa. Eins geta leigjendur haft samband við forstöðumenn á vinnutíma um hvað sem er tengt kerfinu og félagsheimilunum.
Hvernig bóka ég félagsheimili?
- Ferð á Noona.is og leitar að því félagsheimili sem þú vilt bóka hjá. Athugið að Vindheimar eru undir félagsheimili Tálknafjarðar.
- Ýtir á Bóka tíma
- Fyllir inn þínar persónuupplýsingar
- Velur þann flokk sem þú vilt bóka, t.d. Leiga á stóra sal, Leiga á anddyri eða Eldhús.
- Velur þá þjónustu sem þú vilt bóka, t.d. Stórdansleikur, Stærri viðburðir eða Minni viðburðir.
- Velur þann dag sem þú vilt bóka. Athugið að kerfið er yfirleitt sjálfkrafa stillt kl. 07:00, leigjendur þurfa ekki að breyta því þótt þeir þurfi húsið ekki kl. 07:00. Eins er lengd bókunarinnar stillt sjálfkrafa og leigjendur þurfa ekki að spá í það.
- Athugar hvort þínar upplýsingar séu réttar.
- Svarar bókunarspurningu ef hana ber upp á þessu skrefi. Dæmi um spurningar sem leigjendur geta verið beðnir um að svara:
– Óskar þú eftir að nota skjávarpa og skjávarpatjald?
– Hver er ráðgerður fjöldi á viðburðinum?
– Hvenær viltu fá húsið afhent og skila því af þér? - Velur hvort þú bætir við athugasemd til forstöðumanns. Þar má taka fram sérþarfir leigjenda og bera upp spurningar.
- Staðfesta bókun.
- Þegar leigjandi hefur sent inn beiðni um bókun bíður bókunin staðfestingar forstöðumanns. Leigjandi fær tölvupóst þegar leigan hefur verið staðfest. Athugið að forstöðumenn svara bókunum aðeins á hefðbundnum vinnutíma.
Spurt og svarað
Almennt
- Hvað er hægt að bóka með löngum fyrirvara?
Með 52ja vikna fyrirvara. Vinsamlegast hafið samband við forstöðumann ef þið óskið eftir að bóka lengra fram í tímann.
- Hvað gerist eftir að ég bóka?
Þú færð staðfestingu í tölvupósti, SMS og Noona-appinu. Forstöðumaður félagsheimilisins fær einnig tilkynningu og bíður bókunin samþykkis hans.
- Get ég breytt eða afbókað í kerfinu?
Já, þú getur gert það í gegnum Noona með sólarhrings fyrirvara.
- Ég á nú þegar bókun í félagsheimili sem er ekki enn komið að. Þarf ég að bóka aftur og þá í gegnum kerfið?
Nei, ef þú hafðir bókað fyrir 29. október 2025 er bókunin til hjá okkur og þarf ekki að leggja inn aftur.
- Hvar finn ég upplýsingar um bókunina sem ég gerði í kerfinu?
Þú getur fundið þær í tölvupósti, aðganginum þínum á Noona og í SMS-i frá Noona.
- Mér finnst erfitt að meta hvort að viðburðurinn minn teljist stórdansleikur, stærri viðburður eða minni viðburður. Hvað á ég að gera?
Upplýsingar um hvers konar viðburðir eiga við hvern flokk birtast í kerfinu sjálfu en þú getur líka spurt forstöðumann.
- Get ég bókað fyrir hönd annars aðila?
Já, áður en bókun er staðfest getur þú valið Bóka fyrir annan en mig og slegið upplýsingar viðkomandi inn.
- Get ég bókað fleiri en einn dag í einu?
Nei, það er því miður ekki hægt eins og er. Þú getur annað hvort haft samband við forstöðumann til að lengja leiguna eða sett inn aðra bókun fyrir annan dag.
- Hvernig virkar afhending hússins?
Yfirleitt opnar forstöðumaður húsið fyrir þér á fyrirframgreindum tíma, í öðrum tilfellum hefur hann samband við þig um afhendingu.
Verð
- Eru verðin þau sömu og áður?
Já, verðin fara eftir gjaldskrá Vesturbyggðar á leigudegi.
- Hvernig fer greiðsla fram?
Líkt og áður fær leigjandi reikning frá sveitarfélaginu eftir að leigu lýkur.
- Ég ætla að bóka félagsheimili fyrir eigendafélag/sjálfboðaliðafélag sem á rétt á afslætti skv. gjaldskrá. Hvernig get ég fengið afsláttinn?
Við bókun setur þú inn kennitölu félagsins og þá ætti afslátturinn að koma inn sjálfkrafa.
Aðstoð
- Ég þarf aðstoð við að bóka í gegnum kerfið. Við hvern á ég að hafa samband?
Vinsamlegast hafðu samband við forstöðumann félagsheimilisins á vinnutíma.
- Ég þarf að hafa samband við forstöðumann, hvernig á ég að hafa samband?
Netföng og símanúmer forstöðumanna má nálgast á undirsíðum félagsheimilanna.
Gjaldskrá
| Félagsheimili Patreksfjarðar | ||
| Stórdansleikir (skemmtun eða borðhald fyrir dansleik) | skiptið* | 106.740 kr. |
| Stærri menningarviðburðir og stærri veislur | skiptið* | 93.084 kr. |
| Minni menningarviðburðir, fjölskyldusamkomur og fundir | skiptið* | 36.000 kr. |
| Frágangur og uppröðun í sal | skiptið | 54.000 kr. |
| Langtímaleiga | sólahringur | 53.370 kr. |
| Eldhúsaðstaða | skiptið (hámark 6 klst.) | 15.000 kr. |
| Stólar og borð úr félagsheimili | pr. stóll eða borð | 800 kr. |
| Kaffi á fundum | samkomulag | 0 |
| Fundarsalur | skiptið* | 20.000 kr. |
| Aðildarfélög félagsheimilis Patreksfjarðar fá 50% afslátt af leigu. *Helgar: miðað við að húsið sé afhent seinnipart föstudags og skilað í hádegi á sunnudegi. Annars nánara samkomulag við forstöðumann. | ||
| Félagsheimili Patreksfjarðar - minni salur/anddyri | ||
| Stórdansleikir (skemmtun eða borðhald fyrir dansleik) | skiptið* | 71.160 kr. |
| Stærri menningarviðburðir og stærri veislur | skiptið* | 52.000 kr. |
| Minni menningarviðburðir, fjölskyldusamkomur og fundir | skiptið* | 20.000 kr. |
| Frágangur og uppröðun í sal | skiptið | 31.070 kr. |
| Langtímaleiga | sólarhringur | 30.907 kr. |
| Eldhúsaðstaða | skiptið (hámark 6.klst.) | 15.000 kr. |
| Stólar og borð úr félagsheimili | pr. stóll eða borð | 800 kr. |
| Kaffi á fundum | samkomulag | 0 |
| Aðildafélög félagsheimilis Patreksfjarðar fá 50% afslátt af leigu. *Helgar: miðað við að húsið sé afhent seinnipart föstudags og skilað í hádegi á sunnudegi. Annars nánara samkomulag við forstöðumann. | ||
| Hljóðkerfi FHP | ||
| Stóra hljóðkerfið | m. vsk. | 69.112 kr. |
| Hljóðkerfi með 4 mónitorum | m. vsk. | 34.619 kr. |
| Hljóðkerfi með 2 mónitorum | m. vsk. | 17.368 kr. |
| Innifalið í „pökkum“ eru míkrafónar, mixer, snúrur, standur og þess háttar. | ||
| Baldurshagi | ||
| Stórdansleikir | skiptið* | 88.950 kr. |
| Stærri menningarviðburðir og stærri veislur | skiptið* | 77.570 kr. |
| Minni menningarviðburðir, fjölskyldusamkomur og fundir | skiptið* | 30.000 kr. |
| Langtímaleiga | sólarhringur | 44.475 kr. |
| Anddyri | skiptið* | 19.463 kr. |
| Eldhúsaðstaða | skiptið | 5.000 kr. |
| Stólar og borð úr félagsheimilinu | pr. stóll eða borð | 800 kr. |
| Kaffi á fundum | samkomulag | 0 |
| Frágangur og uppröðun í sal | skiptið | 45.000 kr. |
| Sjálfboðaliðafélög á Bíldudal fá 20% afslátt af leigu. *Helgar: miðað við að húsið sé afhent seinnipart föstudags og skilað í hádegi á sunnudegi. Annars nánara samkomulag við forstöðumann. | ||
| Birkimelur | ||
| Stórdansleikir | skiptið* | 71.160 kr. |
| Stærri menningarviðburðir og stærri veislur | skiptið* | 62.056 kr. |
| Minni menningarviðburðir, fjölskyldusamkomur og fundir | skiptið* | 24.000 kr. |
| Almennir hópar sólarhringsleiga | á mann | 3.615 kr. |
| Skóla- og íþróttahópar sólarhringsleiga | á mann | 1.100 kr. |
| Langtímaleiga | á sólarhring | 35.580 kr. |
| Eldhúsaðstaða | skiptið | 2.142 kr. |
| Stólar og borð úr félagsheimili | pr. stóll eða borð | 800 kr. |
| Kaffi á fundum | samkomulag | 0 |
| Frágangur og uppröðun í sal | skiptið | 36.000 kr. |
| Aðildarfélög félagsheimilisins á Birkimel fá 50% afslátt af leigu. *Helgar: miðað við að húsið sé afhent seinnipart föstudags og skilað í hádegi á sunnudegi. Annars nánar samkomulag við forstöðumann. | ||
| Félagsheimili Tálknafjarðar | ||
| Stórdansleikir | skiptið* | 88.950 kr. |
| Stærri menningarviðburðir og stærri veislur | skiptið* | 77.570 kr. |
| Minni menningarviðburðir, fjölskyldusamkomur og fundir | skiptið* | 30.000 kr. |
| Langtímaleiga | sólarhringur | 44.475 kr. |
| Eldhúsaðstaða | skiptið | 5.000 kr. |
| Stólar og borð úr félagsheimili | pr. stóll eða borð | 800 kr. |
| Kaffi á fundum | samkomulag | 0 |
| Frágangur og uppröðun í sal | skiptið | 45.000 kr. |
| Sjálfboðaliðafélög á Tálknafirði fá 20% afslátt af leigu. *Helgar: miðað við að húsið sé afhent seinnipart föstudags og skilað í hádegi á sunnudegi. Annars nánar samkomulag við forstöðumann. | ||
| Vindheimar | ||
| Fundir | skiptið | 10.450 kr. |
| Samkomur | skiptið* | 20.900 kr. |
| *Helgar: miðað við að húsið sé afhent seinnipart föstudags og skilað í hádegi á sunnudegi. Annars nánar samkomulag við forstöðumann. | ||