Reglur í félags­heim­ilum

Í viðleitni til að halda félags­heim­il­unum okkar í sem bestu ásig­komu­lagi biðjum við leigj­endur um að fylgja eftir­far­andi reglum.

1. Umgengni lýsir innri manni

a. Þrífið og gangið frá samkvæmt gátlista félags­heim­il­isins.
b. Meðhöndlið húsgögn, tæki og annan búnað af kost­gæfni.
c. Ef búnaður skemmist eða bilar skal það tilkynnt til forstöðu­manns eins fljótt og kostur er.

2. Eigur félags­heim­il­isins

a. Leigj­andi ber ábyrgð á skemmdum sem kunna að verða á eignum félags­heim­il­isins á leigu­tíma.
b. Óheimilt er að fara með muni í eigu félags­heim­il­isins úr því nema með leyfi forstöðu­manns.

3. Loka­skil

a. Lyklum skal skila samdægurs eftir lok leigu­tíma nema um annað sé samið. Leigj­andi ber ábyrgð loka gluggum, slökkva ljós og læsa dyrum að húsinu áður en hann skilar lyklum.
b. Leigj­andi ber ábyrgð á loka­skilum og frágangi í húsinu.

4. Eigur leig­anda og annarra

a. Sveit­ar­fé­lagið tekur enga ábyrgð á eigum leigj­enda eða annarra gesta.
b. Leigj­endur eru beðnir um að taka allar sínar eigur með sér að leigu­tíma loknum.
c. Óskilamunir eru geymdir í tvær vikur. Allir óskilamunir sem ekki eru sóttir innan þess tíma verða gefnir til Rauða krossins eða annarra stofnana.

5. Öryggi

a. Kynnið ykkur gaum­gæfi­lega viðbragðs- og rýmingaráætlun hússins.
b. Kynnið ykkur stað­setn­ingu og notkun skyndi­hjálp­ar­bún­aðar.
c. Hringið í 112 í neyð­ar­til­fellum.

6. Fyrir­spurnir og aðstoð

a. Beina skal fyrir­spurnum, spurn­ingum og beiðnum um aðstoð til forstöðu­manns hvers félags­heim­ilis sem veitir aðstoð eftir þörfum.
b. Leigj­endur eru þó beiðnir um að takmarka samskipti við forstöðu­menn og annað starfs­fólk utan hefð­bundins vinnu­tíma eins og kostur er.

7. Annað

a. Reyk­ingar og notkun opins elds eru strang­lega bönnuð í húsinu.
b. Ekki er leyfi­legt að festa skreyt­ingar eða aðra hluti á veggi eða loft nema með samþykki forstöðu­manns.