Reglur í félagsheimilum
Í viðleitni til að halda félagsheimilunum okkar í sem bestu ásigkomulagi biðjum við leigjendur um að fylgja eftirfarandi reglum.
1. Umgengni lýsir innri manni
a. Þrífið og gangið frá samkvæmt gátlista félagsheimilisins.
b. Meðhöndlið húsgögn, tæki og annan búnað af kostgæfni.
c. Ef búnaður skemmist eða bilar skal það tilkynnt til forstöðumanns eins fljótt og kostur er.
2. Eigur félagsheimilisins
a. Leigjandi ber ábyrgð á skemmdum sem kunna að verða á eignum félagsheimilisins á leigutíma.
b. Óheimilt er að fara með muni í eigu félagsheimilisins úr því nema með leyfi forstöðumanns.
3. Lokaskil
a. Lyklum skal skila samdægurs eftir lok leigutíma nema um annað sé samið. Leigjandi ber ábyrgð loka gluggum, slökkva ljós og læsa dyrum að húsinu áður en hann skilar lyklum.
b. Leigjandi ber ábyrgð á lokaskilum og frágangi í húsinu.
4. Eigur leiganda og annarra
a. Sveitarfélagið tekur enga ábyrgð á eigum leigjenda eða annarra gesta.
b. Leigjendur eru beðnir um að taka allar sínar eigur með sér að leigutíma loknum.
c. Óskilamunir eru geymdir í tvær vikur. Allir óskilamunir sem ekki eru sóttir innan þess tíma verða gefnir til Rauða krossins eða annarra stofnana.
5. Öryggi
a. Kynnið ykkur gaumgæfilega viðbragðs- og rýmingaráætlun hússins.
b. Kynnið ykkur staðsetningu og notkun skyndihjálparbúnaðar.
c. Hringið í 112 í neyðartilfellum.
6. Fyrirspurnir og aðstoð
a. Beina skal fyrirspurnum, spurningum og beiðnum um aðstoð til forstöðumanns hvers félagsheimilis sem veitir aðstoð eftir þörfum.
b. Leigjendur eru þó beiðnir um að takmarka samskipti við forstöðumenn og annað starfsfólk utan hefðbundins vinnutíma eins og kostur er.
7. Annað
a. Reykingar og notkun opins elds eru stranglega bönnuð í húsinu.
b. Ekki er leyfilegt að festa skreytingar eða aðra hluti á veggi eða loft nema með samþykki forstöðumanns.