Þetta reddast kvöld — Hraðíslenska
Á Þetta reddast kvöldi bókasafns Patreksfjarðar í janúar verður íslensku-hrað„stefnumót“. Viðburðurinn er í samstarfi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða.
Íslenskumælandi sjálfboðaliðar óskast til að taka þátt og hjálpa nýjum íbúum að ná tökum á tungumálinu. Allt áhugasamt fólk getur hjálpað til og er engin fyrri reynsla nauðsynleg. Mikilvægast er að búa að þolinmæði og vera tilbúinn að tala hægt og skýrt, endurtaka og útskýra. Þetta er tilvalið tækifæri til að kynnast nýjum íbúum og láta gott af sér leiða.


