Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #843

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 22. ágúst 2018 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir starfandi bæjarstjóri

Fundargerð

1.

Fundargerð 66. fundar Fasteigna Vesturbyggðar lögð fram til kynningar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2.

Fundargerð 67. fundar Fasteigna Vesturbyggðar lögð fram til kynningar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3.

Fundargerð 5. fundar Vestur-Botns lögð fram til kynningar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4.

Fundargerð aðalfundar Vestur-Botns lögð fram til kynningar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5.

Fundargerð 50. fundar skipulags og umhverfisráðs tekin til afgreiðslu.

Bæjarráð bókar sérstaklega um málsnr. 1803043. Sjá bókun hér að neðan.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6.

Fundargerð 6. fundar Velferðaráðs lögð fram til kynningar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7.

Fundargerð 43. fundar fræðslu- og æskulýðsráðs tekin til afgreiðslu og kynnt.

Bæjarráð bókar sérstaklega um málsnr. 1808029. Sjá bókun hér að neðan.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Almenn erindi

8. Skipulagsstofnun. Umsagnarbeiðni, frummatsskýrsla Ofanflóðavarnir á Patreksfirði, Urðargata, Hólar og Mýrar.

Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun, dags. 20.júní 2018. Í erindinu er óskað umsagnar um frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum ofanflóðavarna á Patreksfirði, Urðargata, Hólar og Mýrar.

Bæjarráð Vesturbyggðar telur að á fullnægjandi hátt sé gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd og umhverfi hennar, umhverfisáhrifum og mati framkvæmdaaðila á þeim, og gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar mótsvægisaðgerðir og vöktun að svo komnu máli.

Bæjarráð óskar eftir því að hafin verði verkhönnun við ofanflóðavarnir við Urðargötu, Hóla og Mýrar eins fljótt og auðið er.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Áfangastaðaáætlun Vestfjarða

Áfangastaðaáætlun Vestfjarða lögð fram til umsagnar. Sveitarstjórn felur bæjarstjóra að vinna drög að umsögn í ljósi umræðna á fundinum og leggja
fyrir bæjarráð á næsta fundi. Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Málefni HVEST á Patreksfirði

Gylfi Ólafsson nýr forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða mætti til viðræðna við bæjarráð. Farið var yfir málefni HVEST á svæðinu. Benti bæjarráð á skort á grunnþjónustu sérfræðinga s.s sjúkraþjálfara, ljósmæðra ofl.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Fjárhagsáætlun 2018 - viðaukar.

Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.

Málsnúmer8

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - Umsóknarbeiðni um gistileyfi vegna Fosshótel Vestfirðir.

Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 16. ágúst sl. frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn vegna umsóknar Ólafs D. Torfasonar fyrir hönd Íslandshótel hf. um að reka Gististað í flokki IV að Aðalstræti 100, Patreksfirði. Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins. Jákvæð umsögn Vesturbyggðar er þó skilyrt þannig að rekstraraðili sýni fram á að hann hafi samið við Gámaþjónustu Vestfjarða ehf. eða aðra sambærilega aðila um förgun á sorpi sem fellur til við starfsemina.
Rekstraraðili sýni einnig fram á að nægjanlegur fjöldi bílastæða fylgi starfseminni.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13. Sýslumaðurinn á Vestfjörður - Umsagnarbeiðni vegna Gisting Sigtún 4.

Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 16. ágúst sl. frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn frá Margréti Brynjólfsdóttur vegna umsóknar um rekstrarleyfi að reka gististað í flokki II að Sigtúni 4 Patreksfirði.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis. Jákvæð umsögn Vesturbyggðar er þó skilyrt þannig að rekstraraðili sýni fram á að hann hafi samið við Gámaþjónustuna ehf. eða aðra sambærilega aðila um förgun á sorpi sem fellur til við starfsemi gististaðarins og gert sé ráð fyrir viðeigandi fjölda bílastæða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14. Lionsklúbbur Patreksfjarðar - samstarfssamningur um Skjaldborgarbíó.

Mættir til viðræðna við bæjarráðs, fulltrúar bíónefndar Lionsklúbbsins, Davíð Rúnar Gunnarsson, Páll Vilhjálmsson og Halldór Traustason. Farið var yfir samstarf Vesturbyggðar og Lions klúbbsins við rekstur bíósins og samstarfssamningurinn kynntur.
Farið var yfir framkvæmdir í bíóinu bæði yfirstandandi framkvæmdir og eins framkvæmdir sem fara þarf í á næstu árum. Lagður fram listi yfir framkvæmdir.
Bæjarráð þakkar Lions mönnum fyrir mikilvægt og óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


15. Opnunartími íþróttamiðstöðvarinnar Bröttuhlíðar.

Afgreiðslu máls frestað til næsta fundar.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:00