Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #346

Fundur haldinn í fjarfundi, 25. mars 2020 og hófst hann kl. 17:00

Nefndarmenn
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) formaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Jörundur Garðarsson (JG) aðalmaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Hljóðupptaka
00:00 / 00:00

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 346. fundar miðvikudaginn 25. mars kl. 17:00.
Iða Marsibil Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.
Forseti bar undir fundinn að tekið verði fyrir afbrigði á dagskrá, að við bætist liður 9 málsnr. 2001008F - Fundargerð fræðslu- og æskulýðsráðs nr. 58 og færast dagskrárliðir 9 - 13 niður um einn dagskrárlið og verða númer 10 - 14.
Samþykkt samhljóða.
Þar sem um fjarfund er að ræða er fund­urinn ekki opinn almenn­ingi en upptaka frá fund­inum verður sett inn á heima­síðu Vesturbyggðar eins fljótt og unnt er.

Almenn erindi

1. Auglýsing um ákvörðun ráðherra vegna neyðarstigs almannavarna af völdum Covid-19

Lögð fram auglýsing nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skv. VI. bráðabrigðaákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 vegna farsóttar af völdum Covid-19. Samkvæmt auglýsingunni veitir ráðherra sveitarstjórnum tímabundna heimild til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga, svo sveitarstjórn sé starfhæf þegar lýst hefur verið yfir neyðarstigi almannavarna á Íslandi.

Lögð fram tillaga að tímabundinni heimild til breytinga á fyrirkomulagi funda bæjarstjórnar Vesturbyggðar og fastanefndum Vesturbyggðar á meðan neyðarstig almannavarna er í gildi.

Lagt er til að svo tryggja megi starfhæfi bæjarstjórnar Vesturbyggðar og til að auðvelda ákvarðanatöku að notaður verði fjarfundabúnaður á fundum bæjarstjórnar og fastanefnda Vesturbyggðar. Engin takmörk verði á fjölda fundarmanna sem tekið geta þátt í fundum bæjarstjórnar og nefnda í fjarfundabúnaði. Einnig samþykkir bæjarstjórn Vesturbyggðar að ritun fundargerða fari fram með öðrum hætti en mælt er fyrir um í leiðbeiningum innanríkisráðuneytisins um ritun fundargerða nr. 22/2013, frá 15. janúar 2013. Fundargerð skal deilt með öllum fundarmönnum á skjá við lok fundar og lesin yfir, hún skal svo send fundarmönnum til staðfestingar í tölvupósti eða undirrituð með rafrænum hætti.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Aðgerðir sveitarfélaga til viðspyrnu fyrir atvinnulíf vegna samdráttar í kjölfar COVID-19

Lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 19. mars 2020 þar sem því er beint til sveitarfélaga að hrinda í framkvæmd eins og kostur er hugmyndum og ábendingum að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf í ljósi þess samdráttar sem blasir við í þjóðarbúskapnum.
Vegna röskunar á skóla- og frístundastarfi i Vesturbyggð leggur bæjarstjórn til að felld verði niður gjöld vegna þeirrar þjónustu sem hefur orðið skerðing á vegna útbreiðslu Covid-19. Þá leggur bæjarstjórn til að þar sem íþróttamiðstöðvarnar Brattahlíð og Bylta verða lokaðar í óákveðin tíma vegna samkomubanns, verði tímalengd aðgangskorta fryst og framlengist sem lokun nemur.

Bæjarstjórn leggur til að unnar verði tillögur um frestun gjalddaga fasteignagjalda með svipuðum hætti og ríki býður fyrirtækjum að fresta gjalddögum vegna staðgreiðslu og tryggingagjalds sem og að unnin verði greining á gjaldskrám Vesturbyggðar þar sem kannað verður hvort unnt sé að lækka tímabundið eða breyta tilteknum liðum.

Bæjarstjórn felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að greina hvaða framkvæmdir væri unnt að flýta á næstu mánuðum sem og hvaða framkvæmdir sveitarfélagið geti ráðist í verði fjármálareglur sveitarfélaga rýmkaðar þannig jafnvægisreglu og skuldareglu verði tímabundið vikið til hliðar.

Til máls tóku: Forseti og FM.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Friðlýsing á Látrabjargi

Lagt fram erindi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 6. mars 2020 vegna áforma ráðuneytisins um friðlýsingu Látrabjargs, þ.e. Bæjarbjarg og hluta lands Hvallátra. Markmið með friðlýsingu svæðisins er að tryggja vernd fuglsins í bjarginu sem er viðkvæmur fyrir ágangi og truflun, nauðsyn á uppbyggingu innviða til að stýra umferð gesta og koma í veg fyrir skemmdir á gróðurþekju sem nú þegar er nokkur á svæðinu.
Bæjarstjórn Vesturbyggðar fagnar áformum um friðlýsingu Látrabjargs og telur það nauðsynlega aðgerð í ljósi þess fjölda ferðamanna sem fer um svæðið ár hvert. Með vísan til 38. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 samþykkir bæjarstjórn Vesturbyggðar fyrir sitt leyti að Látrabjarg verði friðlýst.

Til máls tóku: Forseti, FM og bæjarstjóri.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Örútboð - raforka sveitarfélög

Lagður fram tölvupóstur Ríkiskaupa dags. 20. febrúar 2020 um niðurstöður í örútboði á raforku ásamt tillögu að vali bjóðanda í útboði nr. 21075. Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn á 891. fundi sínum 25. febrúar 2020 að fara að tillögu Ríkiskaupa.

Til máls tóku: Forseti og FM.

Friðbjörg Matthíasdóttir lýsir sig vanhæfa við afgreiðslu þessa liðar.

Tillagan samþykkt með sex atkvæðum.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Vatnsból Otradal

Lagt fram erindi frá Þorvaldi Stefánssyni og Sigríði Eysteinsdóttur dags. 17. febrúar 2020. Í erindinu er óskað eftir umsögn Vesturbyggðar vegna umsóknar um styrk til Matvælastofnunar um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til vatnsveitna á lögbýlum, þar sem landeigendur hyggjast endurnýja vatnsból í Otradal. Bæjarráð tók erindið fyrir á 891. fundi sínum 25. febrúar 2020 og bókaði að ráðið teldi fyrhugaða framkvæmd landeigenda við endurnýjun vatnsbóls í Otradal uppfylla 2. mgr. 1. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004, að hagkvæmara sé að leggja vatnsveitu að einstökum bæjum og að Vesturbyggð muni ekki nýta heimild til starfrækslu vatnsveitu á svæðinu.

Bæjarstjórn staðfestir samhljóða bókun bæjarráðs.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Tónlistarskóli Vesturbyggðar - staða starfsmannamála

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs Vesturbyggðar, þar sem lagt er til að Kristín Mjöll Jakobsdóttir, fagotleikari og tónlistarkennari verði ráðin í starf skólastjóra Tónlistarskóla Vesturbyggðar tímabundið í eitt ár frá 1. ágúst 2020. Var fræðslu- og æskulýðsráði kynnt umsókn um stöðu skólastjóra á 59. fundi sínum 11. mars 2020 og mælir ráðið eindregið með ráðningu Kristínar Mjallar.

Til máls tóku: Forseti og FM.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar staðfestir samhljóða að ráða Kristínu Mjöll Jakobsdóttur sem skólastjóra Tónlistarskóla Vesturbyggðar og felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs ásamt bæjarstjóra að ganga frá ráðningasamningi.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fundargerð

7.

Lögð fram til kynningar fundargerð 22. fundar Fjallskilanefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðar, fundurinn var haldinn 17. febrúar 2020. Fundargerðin er í 3 liðum.

Til máls tóku: Forseti, MJ og bæjarstjóri.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8.

Lögð fram til kynningar fundargerð 891. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 25. febrúar 2020. Fundargerðin er í 20. liðum.

Til máls tóku: Foseti, FM og bæjarstjóri.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9.

Lögð fram til kynningar fundargerð 58. fundar fræðslu- og æskulýðsráðs, fundurinn var haldinn 26. febrúar 2020. Fundargerðin er í 5 liðum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10.

Lögð fram til kynningar fundargerð 59. fundar fræðslu- og æskulýðsráðs, fundurinn var haldinn 11. mars 2020. Fundargerðin er í 5 liðum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11.

Lögð fram til kynningar fundargerð 9. fundar menningar- og ferðamálaráðs, fundurinn var haldinn 11. mars 2020. Fundargerðin er í 2 liðum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12.

Lögð fram til kynningar fundargerð 892. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 10. mars. Fundargerðin er í 10 liðum.

Til máls tóku: Forseti, FM og bæjarstjóri.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13.

Lögð fram til kynningar fundargerð 70. fundar skipulags- og umhverfisráðs, fundurinn var haldinn 12. mars 2020. Fundargerðin er í 3 liðum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14.

Lögð fram til kynningar fundargerð 17. fundar hafna- og atvinnumálaráðs, fundurinn var haldinn 16. mars 2020. Fundargerðin er í 6 liðum.

Til máls tóku: Forseti, FM, bæjarstjóri og MJ.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10